Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 62

Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 62
412 SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA EIMREIÐIN lega eigi öll gögn, er að henni lúta, komið fyrir almennings- sjónir enn þá. Aratugum saman hafði baráttan um samband Islands og Danmerkur staðið, og ávalt höfðu allir stjórnmála- flokkar Dana staðið eins og einn maður gegn kröfum Islend- inga. Fram að árinu 1918 var engan bilbug á þeim að finna. En þá um vorið urðu þessi skyndilegu sinnaskifti hjá dönsku stjórninni og ríkisþinginu. Nefnd var send hingað til íslands til þess að semja um málið og til þess að viðurkenna full- veldi Islands, því Dönum mun hafa verið það ljóst, er nefndin lagði af stað, að á öðrum grundvelli yrði eigi samið. Hvað olli þessum gagngerðu og skyndilegu sinnaskiftum? Um það verður aðeins leitt getum, og verða þá einkum tvö atriði fyrir, sem líkleg virðast til skýringar. Annað eru vonir Dana um að fá aftur Suður-Jótland. Þeg- ar fram á árið 1918 kom, var nokkurnveginn sýnilegt hver úrslit ófriðarins yrðu, og glæddi það vitanlega þessar vonir Dana. En vegna þessa máls gat verið æskilegt fyrir þá að jafna fyrst deilur sínar við íslendinga á viðunandi hátt. Hvort þeim hefur borist bending um það annarssstaðar að eða fyrst komið það í hug sjálfum, læt ég ósagt um, en ekki er ólíklegt að þetta atriði hafi gert þá samningsfúsari en þeir voru áður. Hitt atriðið var það hversu sambandi landanna var komið í raun og veru síðari ófriðarárin. Árin 1917 og 1918 mátti segja að Bretar réði lögum og lofum hér á landi. Allir flutningar að landinu og frá, mannflutningar, vöruflutningar og póstflutningar, voru háðir eftirliti þeirra, útflutningsvörur landsins gengu til þeirra og bandamanna þeirra, og undir þá áttu landsmenn að sækja um nauðsynjar þær, er til landsins þurfti að afla. Dana gætti hér ekkert. Bandamenn sömdu beint við íslenzku stjórnina um verzlunarsamband landanna. Vernd Dana, sem svo mikið hafði verið látið af, reyndist næsta fánýt. Þetta ríki Breta hér á landi varð að umtals- efni úti í álfunni. Meðal annars birtist í þýzka blaðinu Vos- sische Zeitung grein um þetta efni, sem vakti mikla athygli- Þar var það fullyrt, að Bretar hygðust að leggja landið undir sig. Fréttastofa brezku stjórnarinnar, Reuter, sendi að vísu út tilkynningu, þar sem þessu var mótmælt, en um líkt leyti kom
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.