Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 64
414
SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA
EIMREIÐIN
uðu Berlingske Tidende um það, að samningarnir væru gerðir
»eigi eingöngu vegna Danmerkur og Islands, heldur í aug-
Ijósa þágu sameiginlegrar menningar allra Norðurlanda*.
Samningarnir áttu að halda við sambandi íslands við Dan-
mörku og með því tryggja og treysta samband þess við
Skandínavíu í framtíðinni. Þegar frumvarpið kom, þótti mönn-
um sem þessu marki væri náð, og sænsk og norsk blöð Iuku
lofsorði á það, einmitt fyrir þessar sakir. I dönskum blöðum
kom hið sama fram. Politiken komst svo að orði, hinn 27.
júlí, að með 16. grein frumvarpsins væri ísland tengt við
Norðurlönd um aldur og æfi, og bæði hér á landi og er-
lendis var á það bent, að nú væri Island orðið fjórða Norð-
urlandaríkið, og gert ráð fyrir, að það yrði framvegis aðili í
samvinnu Norðurlanda, jafnrétthátt hinum ríkjunum þremur.
Hér hefur verið drepið á helztu mótbárurnar, sem and-
stæðingar sambandslaganna höfðu gegn þeim að bera. Einnig
hefur verið minst á þær vonir, sem fylgismenn þeirra tengdu
við þau. Þess var vænst, að þau gerðu sambúð Dana og Is-
lendinga vinsamlegri framvegis en hún áður hafði verið. —
Þess var vænst, af Dana hálfu að minsta kosti, að af þeim
myndi leiða það, að ný samvinna milli þjóðanna hæfist, í
skjóli jafnréttis-ákvæðisins, samvinna, er tengdi þjóðirnar fastar
saman en nokkur lög gætu gert. Þess var vænst, að sam-
bandslögin treystu tengsl Islands við skandínavisku löndin
um aldur og æfi, og að Island yrði framvegis lögráður með-
limur skandínavisku fjölskyldunnar.
Síðan eru nú liðin 15 viðburðarík ár, breytinga- og bylt-
ingaár. Hafa hrakspár andstæðinga laganna komið fram á
því tímabili, hafa vonir fylgismanna þeirra ræzt? Þessum
spurningum ætti að vera hægt að svara.
Hinir dönsku andstæðingar sambandslaganna þurftu engu
um. það að spá, að lögin hefðu þær afleiðingar er þeir töldu
óviðunandi. í frumvarpinu sjálfu var skorið úr því svo skýrt,
að eigi varð á móti mælt, að ríkiseiningin skyldi rofin og að
danski fáninn skyldi dreginn niður á Islandi. Þeir vildu eigi
fella sig við þetta. Það særði þjóðernistilfinningu þeirra.
Þeim fanst Danmörk minka við þessar breytingar. Frá þeirra
sjónarmiði er þetta fullkomlega skiljanleg afstaða. Því er nu