Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN
SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA
419
framleiðslulandinu. Þetta bendir ekki til þess, að þau við-
skifti sem enn eiga sér stað, verði til frambúðar.
Fram til 1918 var Danmörk eina landið, sem íslendingar
Sátu leitað til um lántökur, og nálega alt það erlenda fjár-
maan, er þá stóð í íslenzkum fyrirtækjum, mun hafa verið
danskt. Síðan hafa miljónir af brezku fé streymt inn í landið,
°9 Bretar eru nú orðnir langstærstu lánardrotnar íslendinga.
^ungamiðja fjármálaviðskifta íslendinga við önnur lönd er nú
’ London, en ekki í Kaupmannahöfn, þar sem hún áður hafði
yerið öldum saman.
Sambandslögin hafa eigi leitt til nánari og aukinnar sam-
vinnu Dana og íslendinga í verklegum efnum, eins og sumir
væntu. Um slíka samvinnu hefur mikið verið rætt fyr og síðar,
°9 óneitanlega virtust alveg óvenjulega góð skilyrði vera fyrir
Lendi til þess að hún gæti blómgast. Viðskifta- og menningar-
sambandið milli landanna var óvenjulega náið og traust. Dan-
mörk ríkt land, fjölment og þröngbýlt, land er hafði aflögum
baeði fé 0g fólk. ísland fátækt, fáment og strjálbýlt, með miklar
ónotaðar auðlindir, land er skorti bæði fé og mannafla. Sam-
vinnuskilyrðin virtust því vera svo ákjósanleg sem þau bezt
9átu verið. En einhvern veginn hefur farið svo, hvernig sem
á t»ví stendur, að ekkert eða lítið hefur úr þeim ráðagerðum
orðið, og nú hin síðari ár eru jafnvel ráðagerðirnar þagnaðar.
1 fjármálum og viðskiftum hafa ísland og Danmörk þannig
fjarlaegst síðan 1918, og er þar um þýðingarmikla breytingu
á sambandi þeirra að ræða. En enn þá þýðingarmeiri er sú
öreyting sem nú er að gerast á hinu almenna menningar-
sambandi þjóðanna, því sú breyting ber Island eigi aðeins
burt frá Danmörku, heldur líka frá hinum skandínavisku
tióðunum, því fyrir menningarsamband vort við Dani stóðum
Ver í menningarsambandi við þær.
Menningarsamband Dana og íslendinga hefur verið með
a*Ve9 einstæðum hætti. ísland var að vísu einangrað, eins og
hefur verið bent á, en þó hafa erlendir straumar og
stefnur oft borist hingað furðulega fljótt. Hins hefur sjaldan
Verið gætt, hversu einhæft menningarsamband íslendinga við
Urnheiminn hefur verið. Öldum saman hafa þeir í rauninni
e hi verið í menningarsambandi nema við eina þjóð, Dani.