Eimreiðin - 01.10.1933, Page 80
430
EFTIRKOST
EIMREIÐIN
Er það af því að hún er svo miklu Iægri? Ætli það? Hann
tekur um herðarnar. Og hann kemur með hálfa hendina upp á
beran hálsinn. Það er mikið að hann skuli ekki klæða hana úr
kjólnum. Aðalgeir fer líka fram á gólfið. Hann danzar mest
við Tótu. Tóta er sakleysið sjálft og trygðin, fallegt sveita-
barn á tvítugasta árinu. Aðalgeir veit að hún hefur elskað
hann, síðan hún var fermd. En Tóta hefur aldrei gert annað
en bíða. ]ú. Það er að segja — hún hefur alt af verið heima
og unnið og unnið. Nú danzar hann við Tótu og leikur á alls
oddi. Ekki ber á öðru. Hann er þrútinn í andliti og heitur.
Hann er allur eins og logandi.
Það fer ekki hjá að Tóta finni það. Henni brenn-hitnar í
höndunum á honum. Hún misskilur hann og heldur að hann
sé svona heitur sín vegna. Hún er svona heimsk. Aðalgeir
fær skömm á Tótu fyrir hvað hún er heimsk. Hann veit alt-
af hvað Ingu líður. Hún er að stelast til að gefa honum
gætur. Hann finnur æfinlega á sér, ef Inga lítur á hann.
Inga horfir á hann með hálfgerðri lítilsvirðingu og meðaumkvun.
Meðaumkvun! Hann fyllist heift og bræði við sjálfan sig.
Eins og hann sé einhver ræfill. Hann verður alstaðar undir.
Auðvitað. Hvernig á hann að geta vakið afbrýði hjá Ingu
eins og sakir standa? Og í þokkabót: Hér dregur hann Tótu
á tálar. Þetta einfalda og vandaða barn. Hann helst ekki við
í þessu helvíti og fer út.
»Hvað er þetta? Ertu að fara?« Tóta kemur á eftir hon-
um út í dyr.
»Já«, segir hann með stillingu lygarans. »Eg má til. Eg
verð að vera kominn út í Grindavík klukkan 12 á morgun*.
Svona lýgur hann. Það er engin Grindavík til, nema ef
vera skyldi á öðru landshorni. Svo hverfur hann út í glóru-
lausa nóítina. Hann fer upp í fjall og hleypur eins og vit-
stola maður. Hann verður að þreyta sig. Hann verður að
deyfa sig, svo hann geti sofið. Með birtunni kemur hann svo
heim. En hann háttar ekki. Nei. Hann fer að taka upp grjót.
Og veturinn leið allur saman einhvernveginn á endanum. I
apríl komst Aðalgeir svo loksins í burtu frá Völlum og iór
til Siglufjarðar.