Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Page 80

Eimreiðin - 01.10.1933, Page 80
430 EFTIRKOST EIMREIÐIN Er það af því að hún er svo miklu Iægri? Ætli það? Hann tekur um herðarnar. Og hann kemur með hálfa hendina upp á beran hálsinn. Það er mikið að hann skuli ekki klæða hana úr kjólnum. Aðalgeir fer líka fram á gólfið. Hann danzar mest við Tótu. Tóta er sakleysið sjálft og trygðin, fallegt sveita- barn á tvítugasta árinu. Aðalgeir veit að hún hefur elskað hann, síðan hún var fermd. En Tóta hefur aldrei gert annað en bíða. ]ú. Það er að segja — hún hefur alt af verið heima og unnið og unnið. Nú danzar hann við Tótu og leikur á alls oddi. Ekki ber á öðru. Hann er þrútinn í andliti og heitur. Hann er allur eins og logandi. Það fer ekki hjá að Tóta finni það. Henni brenn-hitnar í höndunum á honum. Hún misskilur hann og heldur að hann sé svona heitur sín vegna. Hún er svona heimsk. Aðalgeir fær skömm á Tótu fyrir hvað hún er heimsk. Hann veit alt- af hvað Ingu líður. Hún er að stelast til að gefa honum gætur. Hann finnur æfinlega á sér, ef Inga lítur á hann. Inga horfir á hann með hálfgerðri lítilsvirðingu og meðaumkvun. Meðaumkvun! Hann fyllist heift og bræði við sjálfan sig. Eins og hann sé einhver ræfill. Hann verður alstaðar undir. Auðvitað. Hvernig á hann að geta vakið afbrýði hjá Ingu eins og sakir standa? Og í þokkabót: Hér dregur hann Tótu á tálar. Þetta einfalda og vandaða barn. Hann helst ekki við í þessu helvíti og fer út. »Hvað er þetta? Ertu að fara?« Tóta kemur á eftir hon- um út í dyr. »Já«, segir hann með stillingu lygarans. »Eg má til. Eg verð að vera kominn út í Grindavík klukkan 12 á morgun*. Svona lýgur hann. Það er engin Grindavík til, nema ef vera skyldi á öðru landshorni. Svo hverfur hann út í glóru- lausa nóítina. Hann fer upp í fjall og hleypur eins og vit- stola maður. Hann verður að þreyta sig. Hann verður að deyfa sig, svo hann geti sofið. Með birtunni kemur hann svo heim. En hann háttar ekki. Nei. Hann fer að taka upp grjót. Og veturinn leið allur saman einhvernveginn á endanum. I apríl komst Aðalgeir svo loksins í burtu frá Völlum og iór til Siglufjarðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.