Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 86

Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 86
436 EFTIRKÖST EIMREIÐIN hefndarhug. Hann sér það. Hann finnur það. En hvað ætlar hún? Hver veit það? Hann bara finnur, að nú ætlar hún að grípa til einhverra vopna sem bíta, svo honum svíði. Hún ætlar þó aldrei ofan á bryggju og henda sér í sjóinn? Hvað hefur hann gert? Fyrir hvað var hann að hefna sín? Hefna sín. Hefur Inga gert honum nokkuð? Nei, aldrei. Það er hann, sem hefur mist á sér alla stjórn, slept sér. Hann hefur barið á framrétta hönd. Hann hefur hrakyrt Ingu, smánað hana, hrundið henni, sparkað henni út í voðann, út í háskann. Þetta hefur hann gert, þegar hún var að koma á móti honum. Hann hefur níðst á henni, þegar hún var hjálp- arþurfi, þegar hún var yfirgefin, þegar hún var vonsvikin og einmana, þegar hún var særð og svikin. Svona hefur hann farið að ráði sínu við stúlkubarn á 18. árinu, sem er þar að auki það eina, sem hann elskar á allri jörðinni, Hann er nærri hlaupinn á eftir henni til að biðja hana að fyrirgefa sér, grátbiðja hana fyrir allra augum úti á götu. En hvernig á hann að gera það? Inga mundi ekki svo mikið sem virða hann viðlits héðan af, aldrei framar. En af hverju gengur hún mitt strætið, alein á hálum gadd- inum ? Hún gengur hiklaust og tignarlega, lítur hvorki til hæsr> né vinstri og er hnarreist. Ó, hvað hann dáist að henni. Aldrei hefur honum fundist meira til um Ingu. Inga beygir inn í Hafnarstræti og fer inn í hliðargötu. Haraldur finnur Aðalgeir innan um aðra menn á gang- stéttinni og hristi hann. »Mér þykir þú vera greiðugur, óþarflega greiðugur, þegar svona náungi á í hlut, held ég nú. Og sleppifengur. Mikið horngrýti er hún annars lagleg. Og mátulega lauslát býst ég við. Ég á við: mátulega laus á kostunum. En að þú skyldir ekki . . .« »Haraldur! Þú lýgur þessu, Haraldur. Inga er ekki lauslát*- Málrómurinn er annarlegur. Hann hálfhrópar þetta framan í Harald. Þeir mæta manni. Hann er auðþektur, Hann hefur ör. Sá gengur hvatlega og hreyfir sig eins og hann eigi allan bæinn. Svona hefur hann haft það: gengið um gólf á gang- stéttinni og beðið, gengið um gólf á götunni og beðið. Þessi maður kemur að krossgötu og beygir þar af, beyg*r þvert úr leið og fer inn í hjágötu eins og Inga — sömu götuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.