Eimreiðin - 01.10.1933, Side 88
EIMREIÐIN
Hvað segja stjörnurnar um áriö 1934?
Stjörnuspekin er ein hin elzta allra fræða, sem menn hafa
fengist við. Egyptar og Kaldear voru kunnir fyrir stjörnuspeki-
þekkingu sína. í Austurlöndum hefur stjörnuspeki verið iðkuð
frá ómunatíð, t. d. á Indlandi og í Tíbet. Á miðöldum var
hún þekt i Norðurálfu. Þýzka stjörnuspekinginn Kepler þekkja
menn, og hin fræga æfisjá hans til handa Wallenstein, yfir-
hershöfðingja, er víða kunn, en hún sýndi meðal annars greini-
lega hversu voveiflega hann dó. Danski stjörnufræðingurinn
Tycho Brahe var einnig kunnur stjörnuspekingur og sam-
verkamaður Keplers. Oddur biskup Einarsson var lærisveinn
Tycho Brahes og var mjög vel að sér í stjörnuspeki.
Stjörnuspekin skiftist í tvent: Fyrri hlutinn er stjörnufræði
og stærðfræði. En hinn er stjörnuspáin eða stjörnulestur.
Fyrri hlutir.n fjallar um það, hvernig eigi að reikna æfisjá
(horoscope) og skrásetja hana. Er sá hlutinn í raun réttn
miklu léttari en hinn, og má nema hann til fullnustu á tiltölu-
lega stuttum tíma. En hinn hlutinn er miklu örðugri og verð-
ur í raun réttri aldrei fulllærður. Þeir einir, sem hafa gáfuna
meðfædda að lesa úr stjörnunum, geta orðið hæfir stjörnu-
spekingar og þó eigi fyrr en eftir 15 til 18 ára nám. Menn
eru þó löngu fyrir þann tíma farnir að vinna af eigin ramW'
leik, — byrja það eftir tiltölulega fá ár.
í reikningnum eru tvö fyrirbrigði lögð til grundvallar. Er
það snúningur jarðar um sjálfa sig og hreyfingar sólar, tungl8
og pláneta.
Ljósvakasviðinu umhverfis jörðu er skift í 12 jafna hluta
miðað við sólbraut, og er það dýrahringur sá, sem stjörnu-
spekin vinnur með. (Sólbraut er breitt band, sem liggur utan
um jörðu frá miðjarðarlínu um vorjafndægur, þegar stjörnu-
árið byrjar, um 23° og 27' nbr. og til miðjarðarlínu á haust-
jafndægrum, hinumegin, um 23° og 27' sbr. og til miðjarðar-
línu á ný). Dýrahringur þessi er ekki alveg samstæður fasta-
stjörnuskipununum (konstellationunum). Það munar nú nálæS*