Eimreiðin - 01.10.1933, Page 89
eimreiðin
HVAÐ SEGJA STJORNURNAR
439
20°, sem hann er aftar. Vorjafndægrahnúturinn ber við 10°
1 fastastjörnumerkinu Fiskarnir.
Dýrahringur sá, sem stjörnuspekin byggir á, færist aftur á
bak, miðað við fastastjörnuskipanirnar, um röskar 50" á ári.
Þarf því um 25868 ár til þess að fara hringinn.
Þá er sviðinu kringum jörðina skift í svonefnd hús. Eru
^ngdarlínur dregnar um jörðina, sem hafa skaut sín nálægt
nbr. og sbr. og móta þannig 12 lengdarsvið (hús). Hver
æfisjá sýnir þá afstöðu þessara húsa frá einhverjum ákveðn-
um depli á jörðu og hvernig dýrahringurinn er í afstöðu til
t>eirra á ákveðnum tíma og hver sé afstaða sólar, tungls og
Pláneta í þessum dýrahring á sama tíma.
^á er athugað í hvaða merkjum dýrahringsins sól, tungl
°9 plánetur séu, því þau eru mismunandi að styrkleika í hin-
ýmsu merkjum. Sól er t. d. sterkust í Ljónsmerki, tungl
1 Krabba, Merkúr í Mey og Vog o. s. frv. Þá er athuguð
afstaða þeirra hvers gagnvart öðru, og eru þá stigin talin,
sem eru á milli þeirra, og sumar afstöður góðar, en hinar
slæmar. 30° og 60° millibil er gott, en 120° er bezt, 45°,
1^5° og 150° er slæmt, en 90° og 180° er mjög slæmt.
þessi atriði, auk ýmsra smærri, verður að hafa í huga,
9e9ar tekið er til við að lesa úr áhrifasamböndum þeim, sem
^f’sjáin sýnir.
Allar afstöður breytast á hverjum 4 mínútum, því jörðin
snyst um i stig á þeim tíma um sjálfa sig. Og afstöðurnar
Vefða því í raun réttri nær óteljandi.
Stjörnuspekin greinist í 7 flokka:
Stjörnuspár einstaklinga.
Fyrirspurnir um ýms atriði og atvik.
Þjóðarstjörnuspeki.
Lækningastjörnuspeki.
Veðurathugunastjörnuspeki.
Stjörnuspeki, er fjallar um hið innra og sálræna líf
mannsins.
Dulræn stjörnuspeki.
Það er 3. flokkurinn, þjóðarstjörnuspekin, sem hér verður
9erð að umtalsefni.
^e9ar um þá grein þessa fræðikerfis er að ræða, er að
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.