Eimreiðin - 01.10.1933, Side 90
440
HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR
eimreidiN
miklum mun minna að siyðjast við en t. d. í sambandi við
1. flokkinn, sem mest hefur verið rannsakaður. Þess vegna
er minni reynsla og færri samanburðir gerðir í hinni fyrr-
nefndu grein en þeirri síðarnefndu.
Til þess að finna hvernig einu landi eða þjóð muni vegna
á einhverju ákveðnu tímabili, verður að gera æfisjár eða
stundsjár fyrir ákveðin tímamót, t. d. á einu ári. Eru því
stundsjár lagðar fyrir tímamótin vorjafndægur, sumarsólhvörf,
haustjafndægur og vetrarsólhvörf. Þar að auki þarf að at-
huga öll ný tungl, full tungl, sólmyrkva og tunglmyrkva.
Með þessu er lagður grundvöllurinn undir fyrirsögn um
það, hvernig þjóðinni muni vegna á árinu. Og er nú komið
að því að athuga það. Eru stundsjár þær, sem ég hef lagt
og notað, bygðar á afstöðu Reykjavíkur, sem er hér um bil
64°9' nbr. og 22° vl.
Tímabilið til 21. marz 1934.
Er það rakið frá vetrarsólhvörfum 1933 eða 22. dez. •—
Á þessu tímabili munu bankamál, fjárhagsmál og verzlun vekja
mikla athygli og verða áberandi viðfangsefni. Orðugleikar
nokkrir munu koma í Ijós í málum þessum, einkum eftir 15.
jan. Mun ríkisstjórnin þá fá ýmislegt að fást við í því sam-
bandi. — Ríkisstjórnin mun eiga við ýmsa örðugleika að stríða,
hefur fremur veikan stuðning, og andstaðan mun fremur
styrkjast og vaxa eftir því sem lengur líður. — Innanlands-
samgöngur munu verða áberandi verkefni, þó má búast við
örðugleikum nokkrum og ef til vill slysum, einkum eftir 17. jan.
— En þetta tímabil ætti að vera að ýmsu leyti hagstætt fyr>r
landbúnaðinn. — Utanríkismálin munu ganga fremur vel. Þo
má búast við truflunum nokkrum frá Rússlandi, Svíþjóðu,
Prússlandi og Hamborg. — Giftingar munu verða fleiri en i
meðallagi. — Utanríkisverzlun og siglingar munu verða í sæmi-
legu lagi, en þó er ekki laust við að hindranir verði nokkrar
vegna gjaldeyris- og fjármálaástandsins. Aftur á móti munu
loftferðaverkefnin koma til sögunnar að einhverju leyti og
hafa góð áhrif. — Líklegt er að lögreglumál og dómsmál verði
fyrir truflunum nokkrum. — Þingmál munu verða rædd og hafa
góða aðstöðu yfir höfuð og lýðræðisandi ríkja og aukast fyls1-