Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 96

Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 96
EIMREIÐIN Guðrún Lárusdóttir: ÞESS BERA MENN SÁR, skáldsaga, Rvík 1933. Af skáldsögu þessari er aðeins komið út fyrra bindið, svo ekki er enn ástæða til að kveða upp heildardóm um það, hvernig tekist hafi. — Um það má ef til vill deila, hvort nafnið á sögunni sé vel valið. Danska skáldið Martin Andersen-Nexö hefur valið einni af sögum sínum þetta sama kvæðis-upphaf sem nafn Det bödes der for. Viðfangsefni þeirrar sögu er hið sama og í kvæði }. P. Jacobsens, að lýsa því, hvernig léttúðar-augnablik getur orðið upphaf að æfilangri ógæfubraut. — En þetta virðist ekki vera aðal-viðfangsefnið í sögu frú Guðrúnar, heldur eru það vandaspurningar uppeldismálanna, sem verða manni ríkastar i huga við Iestur hennar. Söguhetjan, Hildur, missir móður sína í bernsku. Faðir hennar getur ekki annað en látið alf eftir þessu eina barni sínu. Hún venst því á að fara sínu fram, nýtur nærri ótakmarkaðs frjálsræðis um nokkur ár. En þá kemur stjúpmóðir á heimilið. Stjúpmóðirin er hreinasti persónu- gervingur strangrar og smámunasamrar vandlætingasemi. Hún gengur að því með oddi og egg að „siða“ barnið. Hjarta barnsins tekst henni ekki að vinna; uppeldið fer því alt út um þúfur. Afskifti stjúpunnar af Hild' litlu bera þann árangur einan, að hún fyllist kergju og finst það eftir- sóknarverðast, sem er bannað. Síðan koma unglingsár og útþrá. Hildur tekur fegins hendi fyrsta tækifærinu sem gefst, til að komasl burtu. Hún siglir til Kaupmannahafnar, dauðfegin að vera sloppin undau handarjaðri stjúpunnar, sem hvílt hefur eins og farg á eðlilegum þroska hennar. Á heimili Hildar hefur alist upp piltur. Hann er all-miklu eldri en hún, en er leikbróðir hennar og trúnaðarvinur. Þau unnast sem systkin> en ást piltsins þróast áfram þannig, að hann játar það fyrir stúlkunnl> að hann unni henni sem unnustu. Hann er gæddur öllum einkennum gæfu- og sæmdarmanns. En ólán hans verður það að unna þeirri stulku sem unnustu, er skoðar hann fyrst og fremst sem góðan bróður. Þegar Hildur kemur heim frá Kaupmannahöfn, sem fullþroskuð stúlka, búin að sjá sig um í heiminum og njóta langþráðs frjálsræðis, er henn> það ljóst, að hún muni ekki geta sætt sig við íslenzkt sveitalíf, og klauf3 lega ítrekaðri ástarjátningu fóstbróður síns vísar hún frá sér með kulda- — Lýkur þar með fyrra bindinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.