Eimreiðin - 01.01.1948, Qupperneq 20
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
Dómstóllinn vildi ekki viðurkenna rétt Norómanna til lands-
ins, en viróist að öðru leyti ekki hafa fellt algildan fullnaðar-
úrskurð um, hvaða ríki ætti þann rétt. Það er alþjóð kunnugt,
að tveir ágætir íslenzkir lögfræðingar höfðu fyrir allmörgum
árum komizt að þeirri niðurstöðu, að réttur vor til Grænlands
væri vafasamur. Vitaskuld er með öllu óviðurkvæmilegt að
færa í efa, að þessir lögfræðingar hafi í þeim úrskurði látið
stjórnast af nokkru öðru en sannfæringu sinni, að afstaðinni
rannsókn á málavöxtum. Vér vitum ékki, hvort þeir hafa end-
urskoðað niðurstöður sínar nokkuð að nýju, því frá þeim hef-
ur ekkert birzt um málið nú um allmörg ár. En vel má vera, að
svo sé. Hinsvegar hafa aðrir íslenzkir og erlendir lögfræð-
ingar fyrr og síðar haldið fram rétti íslands til Grænlands.
Þess er að vænta, að þingsályktunartillaga sú, sem fram
kom í þinginu, leiði til þess, að ítarleg rannsókn verði gerð
í þessu máli. Bæði einstaklingar og félagasambönd, svo sem
Farmanna- og fiskimannasamband fslands, Fiskifélag fs-
lands, ýms ungmennafélög og fleiri, hafa krafizt aðgerða.
Það er nú einu sinni svo, að þjóðin lætur sér ekki á sama
standa um þetta mál, — og breytir þar engu um, þó að ein-
hverjum finnist það ótímabært eða fram komið á óheppi-
legum tíma. Þeir, sem þannig hugsa, gera sér ekki grein
fyrir þvi, að einmitt nú, er lolcauppgjör stendur fyrir dyrum
milli íslands og Danmerkur, verður eklci komizt hjá því uð
ræða þetta mál einnig, í fullri vinsemd og hreinskilni, og
gera út um það. Almenningur krefst elcki neins, sem sé rang-
lega fengið. Það er álíka gáfulegt að tala um íslenzkan
imperialisma í sambandi við Grænlandsmálið og að telja
hann undirrót þess, að þjóðin þráir sjálfstæði. Slíkt tal or
jafn hlægilegt eins og það er lágkúrulegt. Þjóðin vill ekki
afsala sér neinum rétti, eigi hún slíkan rétt, og vill komast
að því sanna i því máli.