Eimreiðin - 01.01.1948, Side 36
24
VOMURINN KEMUR
EIMREIÐIN
verið kominn hér um borð — já, og verið eldri, því það er
áreiðanlegt, að betri bragðafélaga og kveðskaparkumpán hefur
Markús ekki eignazt lengi! Og svo liló Ari Dagbjartur og strauk
hökuskeggið ærið háleitur.
Hana! Þá var nú Siggi kominn alla leið upp á sigluliöfuð, stóð
þarna og faðmaði að sér stöngina, stór og sterkur og frækinn
strákur — ólíkur jafnaldra sínum! ... En livað skyldi hann svo
sem sjá? Já, hvað bjuggust þeir við, að liann mundi sjá? .. •
Kannski þetta væri einhver vitleysa úr karlinum? Ekki var það
brella, þar sem hann hafði farið til sjálfs Ara Dagbjarts? • • •
En nú sagði Ari Dagbjartur:
— Það er satt, — það brást ekki á Horngrunninum — forðum.
Og búnir eru þeir að heisa á Önnu Torfhildi — þó það þurfi
reyndar ekki að sanna neitt.
— Sérðu, murraði í Markúsi. — Þeir eru búnir að heisa topp-
segl — og hvað sýnist þér, — er ekki millumstagseglið að koma
upp lijá þeim?
Ari Dagbjartur kvikaði sér til.
— Sýnist svo ... En þarna kemur nii pilturinn.
Ójú, þarna kom Siggi aftur þilfarið, og skrambi veittist honum
létt að hendast áfram, þrátt fyrir það, þó að hann yrði alltaf að
liafa handfestu vegna veltingsins. En — hann var eins og dálítið
vandræðalegur á svipinn.
Hann staðnæmdist og sagði:
— Ég sá ekki neitt.
— Ekki neitt? hraut ótrúlega snöggt út úr Ara Dagbjarti.
— Ne-nei, nema hvað mér sýndist eins og strókar eða gusur
— nei, 6trókar — eins og það væri livalavaða, og eins og brygði
fyrir einhverju grænu, ja, eða blá ...
Hann komst ekki lengra, því allt í einu hvarf Ari Dagbjartur
jafnskyndilega og kippt liefði verið undan honum fótunum.
Það komst eitthvert kvik á stýrimanninn — og livort var sem
mér sýndist, — voru að spretta fram svitadropar á enninu á honum
Markúsi gainla? Ég leit á Sigga. Nei, hann skildi hvorki upp
né niður — en ég ...? Bölvuð vitleysa — það er að segja, að það
gæti verið nokkur hætta, þó aldrei nema ... Hann átti þó trú-
lega ekki síður að fleygjast undan þessari báru en skipin! • • •
En ég var nú bara kominn með lijartslátt ... Og sko! Þar voru