Eimreiðin - 01.01.1948, Page 38
26
VOMURINN KEMUR
EIMREIÐIN
— Er það — ha? Er það nú virkilega? Svo eins og heyktist
Höskuldur gamli í herðum og rauk í að draga inn færið, seildist
langt til — náði stundum ekki taki, dró annars með hörðimi
rykkjum.
Um það bil sem blýlóðin skullu á þilfarinu, komu stjórn-
byrðingarnir upp. Snöggvast 6kimað og hlustað, svo tekið til starfa
— ekki hik á neinum. Við Höskuldur, Jón og Sigurður tókum
að leysa rifið úr stórseglinu undir stjóm Ara Dagbjarts. Markús
8á um klýfaskiptin, og stýrimaður fór ofan í lestina, ásamt öðrum
manni, að sækja toppseglið.
Þegar öllu þessu var lokið, en það var eftir á að gizka 10
mínútur, stóð hver þar, sem hann var kominn, og svipaðist um
og hlustaði. Og nú virtist hinn ósigrandi flota bera ört yfir, enda
rak skipin með öllu ósjálfbjarga beint í flasið á honum. Setja
út báta — báta, sem í ládauðum sjó flutu með tvo þriðju af
skipshöfninni. Þótt ekki færi í þá nema hæfilega margir, t. d. lijá
okkur fimm af tólf, þá var ekki hægt að forða sér á þeim undan
vominum í svona sjó — það sá jafnvel ekki reyndari sjómaður
en ég. Þeir hefðu líka verið komnir í hátinn á henni önnu
Torfhildi, ef þeir liefðu ekki séð það við nánari athugun, að það
var ekki til neins, höfðu bara rokið í að koma honum fyrir borð
í fyrsta óðagotinu.
Nú var niðurinn orðinn að dyn — með þungum dynkjum
annað veifið. Og svo! Þar sáust af þilfarinu hvítir 6trókar, svo
sem þegar horft er á brim, sem brýtur við fjarlæga kletta. Sum
skipin voru búin að tjalda öllu til — önnur höfðu ekki ennþa
hreyft forseglin, og nokkur voru að draga þau upp. Þrjú höfðu
sett út bátana — þar með þó talin Anna Torfhildur. En þeir
dingluðu hara tómir aftan í skipunum.
Allir litu til Ara Dagbjarts. Hann sat á lyftingarþakinu og hélt
sér í dyrastafinn. Engin skipun. Nei, það var heldur ekki langrar
stundar verk að vinda upp forseglin og toppseglið. Hana! Þar
tók að blika á eitthvað blágrænt, þar sem strókarnir þeyttust 1
loft upp. Jú, jú — ég hafði ekki tekið það með í reikninginn,
að sá, sem þama var á ferðinni, var á svo djúpskreiðu fari, að
algerlega var undir straumnum komið, hvert hann sigldi, en alls
ekki báru eða vindi. Og það virtist bullandi uppstraumur og
suðurfall.