Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1948, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1948, Page 38
26 VOMURINN KEMUR EIMREIÐIN — Er það — ha? Er það nú virkilega? Svo eins og heyktist Höskuldur gamli í herðum og rauk í að draga inn færið, seildist langt til — náði stundum ekki taki, dró annars með hörðimi rykkjum. Um það bil sem blýlóðin skullu á þilfarinu, komu stjórn- byrðingarnir upp. Snöggvast 6kimað og hlustað, svo tekið til starfa — ekki hik á neinum. Við Höskuldur, Jón og Sigurður tókum að leysa rifið úr stórseglinu undir stjóm Ara Dagbjarts. Markús 8á um klýfaskiptin, og stýrimaður fór ofan í lestina, ásamt öðrum manni, að sækja toppseglið. Þegar öllu þessu var lokið, en það var eftir á að gizka 10 mínútur, stóð hver þar, sem hann var kominn, og svipaðist um og hlustaði. Og nú virtist hinn ósigrandi flota bera ört yfir, enda rak skipin með öllu ósjálfbjarga beint í flasið á honum. Setja út báta — báta, sem í ládauðum sjó flutu með tvo þriðju af skipshöfninni. Þótt ekki færi í þá nema hæfilega margir, t. d. lijá okkur fimm af tólf, þá var ekki hægt að forða sér á þeim undan vominum í svona sjó — það sá jafnvel ekki reyndari sjómaður en ég. Þeir hefðu líka verið komnir í hátinn á henni önnu Torfhildi, ef þeir liefðu ekki séð það við nánari athugun, að það var ekki til neins, höfðu bara rokið í að koma honum fyrir borð í fyrsta óðagotinu. Nú var niðurinn orðinn að dyn — með þungum dynkjum annað veifið. Og svo! Þar sáust af þilfarinu hvítir 6trókar, svo sem þegar horft er á brim, sem brýtur við fjarlæga kletta. Sum skipin voru búin að tjalda öllu til — önnur höfðu ekki ennþa hreyft forseglin, og nokkur voru að draga þau upp. Þrjú höfðu sett út bátana — þar með þó talin Anna Torfhildur. En þeir dingluðu hara tómir aftan í skipunum. Allir litu til Ara Dagbjarts. Hann sat á lyftingarþakinu og hélt sér í dyrastafinn. Engin skipun. Nei, það var heldur ekki langrar stundar verk að vinda upp forseglin og toppseglið. Hana! Þar tók að blika á eitthvað blágrænt, þar sem strókarnir þeyttust 1 loft upp. Jú, jú — ég hafði ekki tekið það með í reikninginn, að sá, sem þama var á ferðinni, var á svo djúpskreiðu fari, að algerlega var undir straumnum komið, hvert hann sigldi, en alls ekki báru eða vindi. Og það virtist bullandi uppstraumur og suðurfall.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.