Eimreiðin - 01.01.1948, Qupperneq 40
28
VOMURINN KEMUR
EIMREIÐIN
við bátssúðina á meðan. Svo greip hann vinstri hendi í borð-
stokk bátsins, vék sér að Höskuldi og reiddi kaðalspottann uni
öxl, leit snöggvast á Léttasóttar-Matthías, en síðan aftur á Höskuld,
og svo hrein hann illyrmislega:
— Ég læt þetta ríða á liausunum á ykkur, ef þið haldið ekki
kjafti — og, rek ykkur svo eins og rakka niður í lúkara og inn
í kojurnar ykkar! Það er guðlast bara að augnfara ykkur, gamla
sjóhundana — liugsa sér, að þetta 6kuli eiga að heita eins slags
skaparans bílæti!
Höskuldur kýttist í herðum og reiddi upp riðandi hnefa -—
og það fóru rykkir um andlitið:
— Veiztu það — eða veiztu það ekki, bölvaður ei þó jálkurinn,
að ég á tvo, tvo sonu í sjónum — voru einu sinni börn, voru
'líka frískir menn, — og tengdasoninn á ég þarna, á henni Önnu
Torfhildi — veiztu það, ha?
Ég sá Markús depla augunum, en síðan skældist liann enn
meira en áður — og óðar en varði lét liann hnútinn ríða á kinn-
beininu á Höskuldi, svo að það flumbraðist, og hlóðdropi spratt
þar fram.
— Haltu kjafti, segi ég — eða viltu þau fleiri?
Höskuldur nötraði — það gerði Mattliías líka — og Höskuldur
hóf aftur sinn mikla linefa og gjallaði svo hátt, að það heyrðist
stafnanna á milli, þrátt fyrir öll önnur óldjóð:
— Ha? Ertu svo djarfur — ha? Þessi bölvaður ei þó sels-
magi, sem nærð ekki hundi í rófubein — lia?
Hann kjamsaði, Markús:
— Já, þetta vil ég lieyra, ræfillinn! Mannsbragur að þessu-
Varst nú sosum maður fyrir eina tíð, Höska-tetur, svo að mér h'zt
þú reynir að lialda út að sýnast það!
Og Markús vék sér við og fetaði aftur með bátnum — en þar
kom þá Ari Dagbjartur í flasið á honum. Þeir námu snöggvast
staðar og hafa trúlega horfzt í augu, en síðan hélt Ari Dagbjartur
áfram — og Markús snéri við og fylgdi honum eftir.
Ari Dagbjartur stanzaði, var teinréttur, augun hvöss, en stilh'
leg.
— Bjössi, sagði liann hátt og skýrt, og horfði á stýrimanninn.
— Það er bezt þú farir í lestina með þá, Höska og Matta,
hann renndi augunum fram á þilfarið og hætti síðan við: ■ Ja’