Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 46
EIMREIÐIN
Helíum og noikun þess.
[Eftirfarandi grein er hér birt eftir tímaritinu „Federal Science Progrcss”,
marzheftinu 1947, með leyfi hlutaðeigenda. Greinin heitir „Research in NeW
Uses for Helium“, eftir Camilla McCotnber, og liefur greinin verið nokkuð
stytt í þýðingunni].
Notkun frumefnisins helíuin vex svo að segja daglega, og nú
er tekið að framleiSa Jiessa lofttegund í stórum stíl. ÞaS eru
ekki mörg ár síSan ])að var næstuin eingöngu notaS í loftbelgi,
því ])að er léttara en nokkur önnur frumefni, nema vatnsefni.
Nú er það framleitt í fljótandi ásigkomulagi og hreinsað svo
vándlega, aS 98,2% eða meira af lireinu helíum fást úr hverri
einingu. ÞaS er notað til margskonar liluta, við sjúklinga á spítöl-
um, í kafaratækjum, flugvélum, verksmiðjum, við olíuvinnslu
o. m. fl.
Mest er frainleitt af helíum í Bandaríkjunum, og mun sala
þess ineir en 1 milljón teningsfeta á mánuði. Vegna Iiernaðarlegrar
þýSingar lielíuins, liefur stjórnin einkarétt á framleiðslu þess.
Það er t. d. ómissandi við notkun sjálfstýrandi flugbelgja og
rannsóknartækja. Fyrir þrjátíu árum var framleiðsla þess á til-
raunastigi, og þá kostaði teningsfetið um 17000 kr. Nú framleiðir
Bandaríkjastjórn lielíum í fjórum stórum framleiðslustöðvuin
í Texas, ICansas og Nýju-Mexico, og teningsfetið kostar nú aðeins
15 aura.
Helíum er algerlega viðnámslaust, litlaust, lyktarlaust og hragð-
laust. Það gengur ekki í efnasambönd við nein önnur frumefm
og getur ekki brunnið eða sundrast af eldi. Það leiðir allra frum-
efna hezt hita- og hljóðbylgjur, og ekkert efni nema neon leiðir
eins vel rafurmagn og helíum. Það er öllum öðrum lofttegunduiu
ólíklegra til þess að samlaðast vatni eða leysast upp í þ'í, °S
það er óbrotgjarnast allra frumefna.
Helíum hefur komið að ómetanlegu gagni við að finna „leka
á rafmagns- og röntgentækjum. Westinghouse-verksmiðjurnar