Eimreiðin - 01.01.1948, Side 48
36
HELÍUM OG NOTKUN ÞESS
eimreiðin
hreinsa þessi efni. Kafarar, sem þurfa að vinna á miklu dýpi,
nota köfnvmarefnislaust, lielíumhlaðið loft til öndunar. Mikill
þrýstingur á líkamanum veldur hættu, sem stafar frá köfnunar-
efni loftsins. Þegar þrýstingurinn minnkar, myndar köfnunar-
efnið einskonar bólur í vefjum líkamans, sem verka á blóðið til
lungnanna og valda kvölum og stundum jafnvel bana. Með því
að setja helíum, í stað köfnunarefnis, í öndunartæki kafara,
Helíum-öndunartœki í notkun.
fæst létt loft, sem liægt er að anda að sér í langan tíma undir
háum þrýstingi, án þess að þetta liafi nokkur slæm áhrif á lík
amann. Einnig er hægt að koma í veg fyrir loftveiki og hlustar
verk flugmanna með því að láta þá anda að sér helíum-súrefnis
blöndu.
Læknisfræðilegar tilraunir með helíum hafa leitt í ljos» a
helíummettað andrúmsloft linar þjáningar sjúklinga, sem þja6t
af andarteppu, lungnabólgu, berklaveiki og lijartasjúkdómuin.
Með tæki því, sem nefna rná gerfilunga og útbúið er með helium
mettuðu, en köfnunarefnissnauðu andrúmslofti, má nema burt