Eimreiðin - 01.01.1948, Side 58
46 „ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“ eimreiðin
nokkur hefur látizt af troðningnum og hitanum, en ég sá líða
yfir fólk af þeim sökum. Páfi hélt ræðu úti fyrir Péturskirkjunni,
og þótti okkur góður rómur vera gerður að henni, en lnin fór
fyrir ofan garð og neðan hjá okkur.
Síðar um daginn fórum við að skoða Kolosseum, þetta leik-
hiisbákn, er Títus Vespasíanus lét byrja að reisa árið 72 e. K., en
Títus lauk við það árið 80. Um þrjátíu þúsund Gyðingar unnu
að smíðinni, herleiddir menn frá Jerúsalem. Talið er, að rúmur
Frá Neapel.
þriðjungur þeirra hafi látið lífið af vinnuhörku og illri aðbúð,
en margir hinna, er lifðu að sjá verkið fullkomnað, urðu augna-
gaman leikhúsgesta á liinu mikla hringsviði, er þeim var varpað
fyrir óargadýr.
Áður en við fórum frá Róm til Napólí (Neapel), keypti ég
eina sex pakka af Lucky Strike fyrir ærið fé, en komst síðar að
raun um, að ég hafði verið illa svikinn, því að tóbakið var alls'
kostar óreykjandi, en eftirlíkingin ágæt hið ytra. Var okkur
sagt í Napólí, að mikil brögð væru að þessari framleiðslu í Roni?
og annaðist stór verksmiðja um framleiðsluna.
Eftir rúmra sex tíma ferð komum við til Napólí, borgarinnar,