Eimreiðin - 01.01.1948, Page 60
48 „ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“ EIMREIÐIN
Gamli bærinn er í svefni, flækingarnir liggja hér og þar. Við
villumst hvað eftir annað og erum orðnir hálffeimnir að líta upp.
Allar húsdyr standa opnar, svo að okkur er í lófa lagið að kynn-
ast lieimilisháttum íbúanna, en höfum orðið fyrir þeim áhrifum
frá siðmenningunni, að okkur finnst naumast sæmandi að kynna
okkur svefnherbergislíf ókunnugs fólks. Stöndumst þó ekki mátið
og nemum staðar fyrir framan einar dyrnar. Fjölskyldan býr í
einu herbergi. Hjónin liggja í rúmmara, sofnuð. Kassinn með
Vesúvíus.
eldhúsáhöldunum stendur á miðju gólfi, til liliðar við hann liggJa
þrjú börn í svefni, en í kringum þau fleiri kassar, koppar og
kirnur. En uppi yfir hangir þvotturinn á stagi.
Við liröðum okkur burtu, og innan skamms birtist okk«r
glæsilegur borgarliluti með beinum og breiðum strætum og fjölda
farartækja, þar sem prúðbúnir næturhrafnar eru á leið til e^a
frá nautnabrunnunum. Lazzarónar eru þarna aðeins á stangli? hafa
lagzt til svefns í götuútskotum. Mér kemur í hug kvæði Davíðs
um Napólí, þar sem hann segir:
„Og þar eru sífeUd strœtastríð.
Þar stelur þjófurinn úr og síð,