Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 62
50
EIMREIÐIN
„ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“
hér sannaðist það, að énginn ræðnr sínum næturstað. Við vorum
þar í fimm daga, ánægjulegustu daga ferðarinnar.
Skipið leggur að hafnargarðinum í Marina Grande eftir skamma,
en ánægjulega ferð. Við tökum tösku okkar og leitum uppi
Albergo Grotta Azzurra, en á það gistihús hafði okkur verið bent
á skipinu. Sjáum við fljóllega liilla undir það á hávöðunum við
Marina Grande, fáum þar inni fyrirliafnarlaust og setjumst þegar
að dýrindis máltíð -— með ósvikinni sektartilfinningu. Málum
Frá Capri.
er nefnilega svo komið, að við eigum ekki fyrir ýkjamörgum
málsverðum. Við höfum lagt upp með alldigran sjóð, en er taln-
ing fer fram í Napólí kvöldið áður, „er uppi liver peningur
fjárins“ — að kalla, og er því líkt á með okkur komið og landa
okkar einum og frægum ferðalang, Auðuni vestfirzka, að öðru en
því, að við eigum ekkert bjarndýrið, en aftur á móti er Constanzo
gestgjafi okkar eins mikils virði og Sveinn konungur Auðuni.
Miðað við gæði er maturinn ekki dýr — 1200 lírur fyrir báða,
— en þó mikils til of dýr fyrir okkur. Við ákveðum því að hætta
við að borða í gistihúsinu, en halda herberginu; en sáum síðar