Eimreiðin - 01.01.1948, Page 66
54
,ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“
EIMREIÐIN
ingum sírnun en hér tíðkast. Þær ganga stillt og tígulega, án
allrar tilgerðar, en lífsþrótturinn og hreystin speglast í hverri
lireyfingu þessara fjaðurmögnuðu slöngulíkama. Þær eru falleg-
asta og hugþekkasta dæmi fegurðar, sem ég veit, því að þær eru
svo skeleggir fulltrúar lífsnautnarinnar. Ef ég ætti að benda á
ímynd hennar og lífsgróskunnar, mundi ég leggja leið mína til
Capri (að fengnu gjaldeyrisleyfi) og leiða fyrir ykkur einliverja
heimasætuna þar, og hver veit þá nema ykkur fari eins og mér,
Gata í Marina Grandc á Capri.
að þið fallið í stafi yfir listaverki sköpunarinnar, hispurslausri
víngarðsmeyju, sem getur dansað tarantella upp fönikisku þrepin
með hundrað pund á höfðinu, keikrétt og létt eins og liind,
með huldublik í augum, sem eru „eins og nóttin dimrn °r
draumarík“, svo að ég noti orð skáldsins!
Ég get getið þess hér að gamni, að konur á Capri og víðast
annarsstaðar á Ítalíu bera byrðar sínar jafnan á höfðinu og
eru svo leiknar í þessari íþrótt, að þeim verður ekki mikið fynr
að bera firnaþunga byrði á þenna hátt og styðja þá oft höndum
að síðum. En geta má nærri, að slíkt skapar glæsilegan vöxt og
fagurt göngulag, enda er mér tjáð, að hinn alkunni tíguleikt