Eimreiðin - 01.01.1948, Page 70
58
EIMREIÐIN
„ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“
fyrir hjálpsemina í þetta skipti og síðar. Ef við hefðum ekki
notið Ásgeirs Bjarnasonar og hans, hefði ferðagleði okkar ekki
orðið slík sem var, en áhyggjur að meiri.
Nú bauðst blessaður karlinn liann Constanzo til að greiða
okkur andvirði ávísunarinnar, þótt ókomin væri, ella hefðum
við orðið að bíða hennar lengi, því að símastöðin á Capri gat
ekki leyst hana út, og því varð að senda hana til Napólí, þegar
hún loksins kæmi. I trausti þess, að Inin mundi skila sér í hendur
gestgjafa, þágum við þetta kostaboð, og var burtför okkar ákveðin
morguninn eftir.
Við vorum snemma á fótum þenna sólbjarta dag og létum
verða okkar fyrsta verk að gera upp við Constanzo, og var reikn-
ingurinn lægri en við liöfðum vænzt.
Um tíuleytið leggjum við svo frá landi með farþegaskipinu,
sem daglega færir eyjarskeggjum björg í bú, stóran lióp —
væntanlega — forríkra ferðamanna. Við sitjum á þilfarsbekkn-
um og höfum varla augun af eynni, sem innan skamras hjúpast
hálfgagnsærri sólmóðu. Við skipskinnungana hjala fagurbláar
öldur, og flugfiskarnir virðast etja kappi við skipið, sem berst
óðfluga nær Napólí, en Santa Lucíusöngurinn berst að eyrum
okkar frá veitingasalnum:
„ ... Venite all ’agile
barchetta mia.
Santa Lucia. Santa Lucia“.
SÓLSETUR.
Nú stíga vindarnir vængjaðan dans
og vorský á lifrauðum kjól,
en náttblár skuggi hins norræna kvölds
er norpinn við hnígandi sól.
Sem hlekkjaður fangi hlusta ég
á hafdjúpsins vofumál
og tæmi augum óminnisveig
úr aftansins banaskál.
Jónatan Jónsson.