Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 76
EIMREIÐIN
Skagafjörður — Eyjaf jörður.
Talið er líklegt, að Garðar Svavarsson, sá er fór hingað til lands
í könnunarferð, liafi gefið ýmsum norðlenzkum fjörðum nafn.1)
Nöfn fjarðanna Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Skjálfanda er þá
hið fyrsta, sem vér vitum um þá. Þetta er mjög líklegt, með nafna-
gáfurnar, því landkönnuðir eru vanir að gefa þeim stöðum nöfn,
er þeir sjá, fyrstir manna. Sjálfu landinu gaf Garðar nafn eftir
sér, þótt ekki festist það við þennan stóra ,,hólma“, það varð hið
kalda nafn Flóka, er landið hlaut, þótt Flóki kæmi hingað síðar,
svo sem sögur herma.
Landnámabók segir svo frá, að Garðar Svavarsson hafi komið
að landi fyrir „austan Horn et eystra“, það er, syðst á Austfjörð-
um, enda nam sonur lians, Uni hinn danski, þar land síðar. Segir
þar svo, að Garðar hafi siglt umhverfis landið og kannað, að það
er eyland. Hafi hann verið einn vetur í Húsavík, nyrðra.
Ólafur Lárusson telur, að sá, er skírði Skagafjörð, liafi komið
á sjó, að vestan. Ekki er ólíklegt, að Garðar hafi farið leiðina
suður um land; vindstaða og veðurfar hefur ráðíð þessu. Sögnin
um það, að Ingimundur gamli hafi fyrstur manna siglt vestur
fyrir Skaga, á þó sennilega aðeins við það, að liann liafi fyrstur
landnámsmanna farið þessa leið, en Garðar nam hér ekki land,
svo sem öHum er kunnugt, kom hingað aðeins sem ferðalangur
eða landkönnuður, í það sinn, þótt hann liafi efalaust haft land-
nám í liuga. Á það bendir nafnið, er liann gaf „hólmanum“, svo
og að sonur lians nam hér land þá, eða síðar.
Mér þykir það ótrúlegt, að Skagafjörður hafi upprunalega
dregið nafn af nesi því, er gengur fram vestan við hann, en
austan Húnaflóa, og nú er nefnt Skagi. Nes þetta er, norðantil
og suður undir miðju, láglent og lítt áberandi af sjó að sjá,
flatneskju lieiði, er ekki vekur neina verulega athygli, frá livaða
átt sem séð er. En þegar komið er fyrir Skagatá og nokkuð inn
eftir hinum breiða, fagra firði, blasir við sérkennileg og mjög
!) Ólafur Lárusson: Lamlnám Skagfirðinga, Skagfirzk frœði II, bls. 1L