Eimreiðin - 01.01.1948, Side 78
EIMREIÐIN
Sýn.
Saga eftir Rabindranath Tagore.
II.
Eftir að maðurinn rninn lauk
læknanámi sínu, fluttumst við
frá Calcutta til smábæjar einfl
uppi í sveit. Þar stundaði mað-
urinn minn lækningar, og þarna
úti í sveitakyrrðinni fann ég
sjálfa inig aftur, þrátt fyrir
blinduna. Ég var ekki nema
átta ára, þegar ég fluttist úr
sveitaþorpinu, þar sem ég var
fædd, til Calcutta. Síðan voru
liðin tíu ár, og í stórborgarvsn-
um hafði endurminningin um
bernskuheimilið mitt í sveitinni
daprast í buga mér. Meðan ég
hafði sjónina, máði stórborg-
arlífið í Calcutta út minninga-
myndirnar um bernsku mína.
En nú var ég orðin blind, og
eftir það varð mér ljóst, að
töfrar stórborgarlífsins verkuðu
aðeins á augun, ytri sjón mína.
llugur minn hafði aldrei látið
lieillast af þeim töfrum. Og nú
blikuðu minningarnar frá æsku
minni með auknum ljóma, eins
og stjörnur, sem koma í ljós,
ein og ein, á kvöldhimninum,
að liðnum degi.
Það var í nóvemberbyrjun,
sem við fluttumst frá Calcutta
til Harsingpur. Staðurinn var
inér nýr, en blómailmurinn og
ómar sveitalífsins fylltu sál
inína friði og fögnuði. Hress-
andi ársvalinn þaut yfir ný-
plægða akra. Áfengur ilmur
barst frá kryddríkum jurtum og
grösum hlíðanna. Úr fjarska
bárust tónar úr flautum snial-
anna. Jafnvel baulið úr uxun-
um, sem drógu sameykisvagn-
ana eftir ósléttum þorpsgötun-
um, varð mér tilefni nýs unað-
ar. Minningarnar frá liðnum
árum urðu að nýju ljúfar og
ferskar í vitund minni, og
blindu augun mín liöfðu engin
skilyrði til að trufla þenna
tmað. Ég lifði bernsku ínína
upp að nýju. Og ég saknaði
Jiess eins, að móðir mín skyldt
ekki vera þarna lijá mér.
Ég sá í huganum búsið okkar,
þar sem Jiað stóð á bökkum
þorpstjarnarinnar, sein voru
vaxnir báum trjám. Ég gat líka
séð ömmu mína gömlu í hug-
anum, þar sem bún var von ao
sitja á jörðunni og láta sólina
verma á sér bakið, rneðan hún