Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 86
EIMTtEIÐIN
Leiklisiin.
Leikfélag Reykjavíkur:
Einu sinni var.
Hér kom um árið danskur leik-
ari, Adam Poulsen, í þeim erind-
um að kynna okkur danska leik-
mennt. Dvöl hans í Reykjavík
varð afdrifarík. Hann sýndi okk-
ur danska ævintýraprinsinn í
sjónleik Drachmanns, Einu sinni
var — með þeim árangri, að
danska leiksviðið eignaðist ís-
lenzka ævintýraprinsessu. Leikfer-
ill Önnu Borg hófst með þessu
ævintýri um Helgu í öskustónni.
Hér hefði mátt setja punkt eftir
efninu. Eitt ævintýri verður ekki
tvisvar. Skrifað stendur: Einu
sinni var —.
Leikfélag Reykjavíkur var ann-
arrar skoðunar. Það áleit, að vekja
mætti upp ævintýrið aftur, það
seildist langt til lokunnar og fékk
léða búninga frá konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn, svo að
allt væri nú í sem dönskustum
stíl, þegar hressa skyldi upp á
hugljúfar minningar eldra fólks-
ins, sem einu sinni var ungt —
ó, svo ungt, og þá var hann ungur
líka, hann Adam Poulsen.
Og viti menn, tilraunin tókst.
Ritningarnar eru rugl, Leikfélagið
hefur rétt fyrir sér, fólk vill kaupa
sér kvalasæti í Iðnó fyrir 25 krón-
ur til að sjá danskan ævintýra-
prins og prinsessu, hvað sem líður
Adam Poulsen og Önnu Borg.
Þótt ekki standi það í hlutverk-
inu, er ekkert fyrir gagnrýnina
annað að gera en að taka hatt
sinn og staf. —
Utanmáls og svo sem út í hött
spyr maður: Er hér enginn smekk-
ur fyrir góðu leikhúsi, enginn
skilningur á hlutverki leikhúss?
Á þessu leikári hefur verið jask-
að upp á mann moðsoðnum, þýzk-
um skrípaleik (Orrustan á Há-
logalandi), amerískum reyfara og
danskri „glamour" sýningu (les:
glamur —). Ef ekki væri aðsóknin
að Skálholti, sem náð hefur
fimmtugustu sýningu á þessum
vetri, mætti halda að leikhús-
smekkurinn í þessum bæ sé að
verða nákvæmlega eins og kvik-
myndasmekkurinn. Leikhúsið er
sjálfdautt sem menningarstofnun,
nema það stingi við fótum, hafi
vit fyrir fjöldanum, bæti smekk-
inn með vali viðfangsefnanna.
Kröfuspjöld og hópgöngur eru
tíðkanlegar í þessum bæ. Ef til vill
væri það ekki svo vitlaust,
gagnrýnin tæki á sig rögg
kæmi inn aftur, miðsviðs, og setti
upp kröfuspjöldin framarlega á
leiksviðinu: Fram með íslenzku
leikritin! Fram með tímabær nú-
tíðarleikrit! L. S■