Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 86

Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 86
EIMTtEIÐIN Leiklisiin. Leikfélag Reykjavíkur: Einu sinni var. Hér kom um árið danskur leik- ari, Adam Poulsen, í þeim erind- um að kynna okkur danska leik- mennt. Dvöl hans í Reykjavík varð afdrifarík. Hann sýndi okk- ur danska ævintýraprinsinn í sjónleik Drachmanns, Einu sinni var — með þeim árangri, að danska leiksviðið eignaðist ís- lenzka ævintýraprinsessu. Leikfer- ill Önnu Borg hófst með þessu ævintýri um Helgu í öskustónni. Hér hefði mátt setja punkt eftir efninu. Eitt ævintýri verður ekki tvisvar. Skrifað stendur: Einu sinni var —. Leikfélag Reykjavíkur var ann- arrar skoðunar. Það áleit, að vekja mætti upp ævintýrið aftur, það seildist langt til lokunnar og fékk léða búninga frá konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn, svo að allt væri nú í sem dönskustum stíl, þegar hressa skyldi upp á hugljúfar minningar eldra fólks- ins, sem einu sinni var ungt — ó, svo ungt, og þá var hann ungur líka, hann Adam Poulsen. Og viti menn, tilraunin tókst. Ritningarnar eru rugl, Leikfélagið hefur rétt fyrir sér, fólk vill kaupa sér kvalasæti í Iðnó fyrir 25 krón- ur til að sjá danskan ævintýra- prins og prinsessu, hvað sem líður Adam Poulsen og Önnu Borg. Þótt ekki standi það í hlutverk- inu, er ekkert fyrir gagnrýnina annað að gera en að taka hatt sinn og staf. — Utanmáls og svo sem út í hött spyr maður: Er hér enginn smekk- ur fyrir góðu leikhúsi, enginn skilningur á hlutverki leikhúss? Á þessu leikári hefur verið jask- að upp á mann moðsoðnum, þýzk- um skrípaleik (Orrustan á Há- logalandi), amerískum reyfara og danskri „glamour" sýningu (les: glamur —). Ef ekki væri aðsóknin að Skálholti, sem náð hefur fimmtugustu sýningu á þessum vetri, mætti halda að leikhús- smekkurinn í þessum bæ sé að verða nákvæmlega eins og kvik- myndasmekkurinn. Leikhúsið er sjálfdautt sem menningarstofnun, nema það stingi við fótum, hafi vit fyrir fjöldanum, bæti smekk- inn með vali viðfangsefnanna. Kröfuspjöld og hópgöngur eru tíðkanlegar í þessum bæ. Ef til vill væri það ekki svo vitlaust, gagnrýnin tæki á sig rögg kæmi inn aftur, miðsviðs, og setti upp kröfuspjöldin framarlega á leiksviðinu: Fram með íslenzku leikritin! Fram með tímabær nú- tíðarleikrit! L. S■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.