Eimreiðin - 01.01.1948, Page 87
eimreiðin
missögn í þjóðháttum
PINNS Á KJÖRSEYRI.
Nýlega var ég að lesa bókina:
Þjóðhættir og ævisögur frá 19.
eftir Finn Jónsson á Kjörs-
eyri, og hnaut þá um það, að sagt
er (bls. ItiJf), að Björn Becli hafi
dáið sorglegum dauða af sjálfs-
völdum. Björn bóndi á Sjávar-
hólum var langafi minn, og hafði
e9 aldrei heyrt þess getið, að liann
befði dáið með þessum hætti. Varð
þetta til þess, að ég fletti upp
hirkjubók Brautarholts og þar
stoð; Dáinn 23. júli 1850, 28.
dreftraður, Björn Tómasson Beck,
óndi á Sjávarhólum, 53 ára, af
Jnnanmeinum. Séra Jón Jónsson
estmann var prestur í Kjalar-
nesþingum um þessar mundir.
°nn var 85 ára gamall áríð
850 og varð níræður. Er senni-
e9t, að þessi æruverði öldungur
,. foisað kirkjubókina? Eða
ltt, að honum hafi veríð sagt
angt til um dánarorsökina? Ég
lV9g, að hvorugu þessu geti verið
*. dreifa. Mun hér vera um
einhverja missögn að ræða. Sama
ég, að eigi sér stað um mis-
* l'aó, sem Finnur segir hafa
£tl. ««K þeirra Margrétar og
jorns. Mun það orðum aukið, að
oftur faðir liennar liafi alltaf
ayt að vera að semja frið milli
111 a. Sá orðrómur hefur senni-
e9a skapazt af því, að Margrét
r akaflega þunglynd að eðlis-
fari, og var það ætterni. Margir
afkomendur Korts Jónssonar á
Kirkjubóli voru því marki
brenndir.
Eftir að Björn andaðist, varð
Margrét ráðskona hjá Lofti föður
sinum á Hálsi. Börn þeirra Björns
og Margrétar voru 6.
Þó þetta skipti ekki miklu máli,
vildi ég gjarnan að það væri leið-
rétt einhversstaðar þar, sem ein-
hverjir af þeim, sem lesið hafa
Þjóðhættina, sæju það.
Jóh. Gunnar Ólafsson.
Enn liafa borizt nokkrar um-
sagnir út af tillögu Egils Hall-
grímssonar i grein hans, Island
— Eyland, í 3. hefti Eimreiðar-
innar f. á., um að breyta nafni
Islands. Skiptast menn mjög i
tvo andstæða flokka um þetta mál,
sem fleiri, og er ekki unnt, rúms-
ins vegna, að birta nema tvær
stuttar greinir um málið, aðra
með og hina móti nafnbreytingu.
Þessar tvær pro- og contra-um-
sagnir til viðbótar þeim, sem
birtar voru i Röddum síðasta heft-
is, verða að nægja, nema að fram
komi einhver ný og gagnmerk rök
með eða móti nafnbreytingunni,
sem nauðsyn gæti verið til að
kæmu fyrir almennings sjónir.
Ritstj.