Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 51

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 51
EIMREIÐIN „VALA, VALA SPÁKONA' 39 mér oft kaffi, og mér er það sérstök tillilökkun að drekka lijá >ður kaffi, því að þér búið til gott kaffi. Já, aldeilis indælis kaffi. En af því að ég batt klárinn við hestasteininn —>- og það er kaldara við hestasteininn heldur en í kamersinu lijá yður — þá setla ég ekki að staldra neitt. Klárskömminni getur nefnilega °rðið kalt, en ég er mesta gæðablóð, dýravinur og kvennavinur, Seni ekki gerir kvikindi mein. Já, aldeilis indælis maður. Ég á smávægileg viðskiptaerindi að reka frammi í sveitinni, gisti ef til vill hjá yður, er ég kem til baka á vökunni, og þá drekk ég hjá yður kaffi, marga bolla af indælu kaffi. En það ræðst eftir þeim málalokum, sem þér veitið mér“. f’arna tók verzlunarstjórinn nokkra málhvíld. Og svo bara — • •. og svo bara — ... það er kostulegt þetta fullorðna fólk. Orykklangri stundu seinna fylgdi húsmóðirin á Hó!: festar- ttianni sínum út á lilaðvarpann, strauk ástúðlega um silkimjúkan flipa gæðingsins við hestasteininn, liorfði dreymandi augum á eftir óskariddaranum, sem þeysti út í hálfrökkur laugardags- kvöldsins. ^ meðan skauzt Hallur litli í stofukrókinn, fann völuna í skúmaskoti inni í fatalienginu. Ósköp var hún orðin rytjuleg, ]öskuð og ótóleg, eins og stelpumar, sem strákarnir kölluðu fugla- hraaður. Hún hafði orðið fyrir ómjúku hnjaski. En þó að skrámur Eefðu fallið á skrautlegu bruna- og ósblettina, þá yrði hún samt alltaf falleg, því að þetta var uppáhaldsvalan lians. Svo brunaði l'?nn inn í bæ, smeygði sauðarvölunni í örugga vörzlu. Hann *tlaði að gæta fengins fjár. En húsmóðirin arkaði aftur í stofuhúsið og dvaldi þar um hríð. tt- _ O I lun var stumrandi á fjórum fótum, leitandi, tautaði afsakandi, eins og hún væri að kjassa volduga vitsmunaveru, er hún liefði óvart móðgað: »VALA, VALA SPÁKONA“.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.