Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 77

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 77
EIMREIÐIN LEIKLISTIN 65 ÞjóSleikhúsiS nýja. forvitnina. Framtíðin ber i skauti sínu, hvort eftirvæntingunni, sem hlaðizt hefur upp utan um þetta hús allra húsa í full 20 ár, verður fullnægt á listrænan og menning- arlegan hátt. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi á útmánuðunum nógu skemmti- ^egan amerískan gamanleik, „Ekki er gott, að maðurinn sé einn“. Frú fnga Laxness hafði þýtt leikinn °g sviðsett og tekizt hvort tveggja skaplega. Af hinum óvönu leik- endum vöktu eftirtekt frú Jóhanna Hjaltalín og Valgeir Óli Gisla- s°n. Siguröur Kristjánsson, sem lék aðalhlutverkið, var tíðast furð- anlega hiklaus í framgöngu. Menntaskólanemendur í Reykja- vík sýndu að vanda sjónleik nokk- Ur leikkvöld á þorranum. Þeir höfðu valið „Stjórnvitra leirkera- smiðinn" eftir Holberg og valið vel, því að Holberg hefur verið eitt hið mesta skólaskáld allt frá dögum Hólavallarskóla. Baldvin Halldórsson var leikstjóri. Mennta- skólanemendur á Akureyri hafa tekið upp hina sunnlenzku sið- venju, og sýndu þeir í vetur gam- anleikinn „Vitlausraspítalinn" eft- ir Carl Laufs. Leikstjóri þeirra var Jón Norðfjörð. Templarar eru farnir að keppa við Bláu stjörnuna í kabarettsýn- ingum. Kaffi er drukkið á öðrum staðnum, snafsar á hinum. Frið- finnur kynnir fyrir templara, Har- aldur Á. fyrir ekki templara. Önnur er skapleg skemmtun, hin óskapleg, en Haraldur hefur líka tromp á hendi, þar sem er Soffía Carlsdóttir. Hún hefur ekki brugð- ist þeim vonum, sem leikur hennar í litlu hlutverki í „Eftirlitsmann- inum“ vakti. Hvorir fari með vinninginn, templarar eða ekki templarar, er smekksatriði. — Eg kýs kaffið. L. S. 5

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.