Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 12

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 12
84 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN þing. Þess hlutverk er að smíða löggjöfina fyrir þá, sem falið hafa því umboð til þess, þ. e. fyrir sjálfa þjóðina. Þjóðin velur sér síðan leiðtoga til að framkvæma lögin, leggur framkvæmdarvaldið í hans hendur um ákveðið árabil (forsetavald) eða kynslóð eftir kynslóð (konungsvald). Hitt, að ætla þinginu hvorttveggja, lög- gjafarvaldið og framkvæmdarvaldið, er ekki þingræði, heldur flokksræði — og þá oft skammt yfir í einræði. Eins og valdi forseta hins íslenzka lýðveldis er nú háttað, getur hann ekki, hve mikilhæfur sem hann er, annast framkvæmdarvald- ið eitt kjörtímabil, hvað þá meira, ef þingflokksræðið leggst gegn því. Stjórn Björns Þórðarsonar, sem ríkisstjóri íslands skipaði í árslok 1942, af því þingið reyndist ekki þess megnugt að koma sér saman um ríkisstjórn, fékk ekki vinnufrið né gat framkvæmt stjórn ríkisins, beinlínis vegna þess að þingið hafði bæði vald og vilja til að gera henni ófært að inna af hendi hlutverk sitt. Að vísu er þetta ein merkasta ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum á íslandi, síðan landið fékk aftur innlenda stjórn. Því meðan hún sat að völdum var lýðveldið stofnað á Þingvöllum, 17. júní 1944. Hefði hún svo ekki verið svipt framkvæmdarvaldinu af flokkum þingsins, mundi henni að líkindum hafa tekizt það, sem flokks- stjórnum og alþingi hefur ekki tekizt enn í dag: að stöðva dýr- tíðina og verðbólguna í landinu, sem síðan hefur verið að sliga allt og alla. „Konungur ríkir, en stjórnar ekki“ eru áherzluorðin í einni þeirra greina, sem birzt hafa gegn endurbótum á stjórnarskránni. Þessi orð verða ekki skilin öðruvísi en svo, samkvæmt því, sem á eftir fer, en að þau skuli eiga við forseta vorn, eins og konunginn. En hvernig fer forseti að ríkja, ef hann stjórnar ekki? Og hver á þá að stjórna? Svarið virðist hljóta að verða: flokkarnir, sá þeirra, sem sterkastur er í það og það skiptið. Slík er hin göfuga stjórnarhugsjón framtíðarinnar! En þjóðin er áreiðanlega búin að fá nóg af flokksræðinu og óskar ekki eftir meira af slíku fram- vegis. Forsetakosningarnar, sem nú standa yfir, sýna Ijóslega, að nú- verandi fyrirkomulag embættis forsetans kemur á engan hátt í veg fyrir deilur um kjör hans og starf, hvorki flokkspólitískar deilur né aðrar. Það er engin ástæða til að ætla, að þær deilur yrðu harðskeyttari og óeiningin meiri þó að þjóðin væri að kjósa sér raunverulegan framkvæmdastjóra til fjögra ára í stað þess ríkistákns, sem nú á að kjósa og farið er um svo óviðurkvæmi- legum orðum nú í kosningabaráttunni, að nefnt er toppfígúra og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.