Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 14
86 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN sem hinn helmingurinn telur svo óþolandi kúgun. Hvor helming- urinn um sig telur andstæðing sinn blekktan með lognum áróðri. Þannig eru milljónir manna fjötraðar af valdi lyginnar, sem hefur í för með sér þá hjáguðadýrkun blekkingarinnar, sem svo mjög gætir í þjóðfélagsmálum, listum og bókmenntum. Málverk, sem er ekki annað en klunnaleg strik og skellur, krabb á krabb ofan, eins og óvita börn væru að verki, er dæmt listaverk af þeim gagn- rýnendum, sem starfa í þágu blekkingarinnar. Og hinir blekktu stara hugfangnir á nýju fötin keisarans og klappa þeim lof í lófa. Skáldsagnahöfundur ritar bók, sem blaðsíðu eftir blaðsíðu er ekki annað en óskiljanlegt orðahröngl, ef til vill án greinarmerkja svo heilum síðum skiptir. Sjá, þarna er listin í algleymingi! segja fulltrúar blekkingarinnar. Einhver meistarinn úr flokki hinna blekktu sendir frá sér „Ijóðabók", þar sem allar rímreglur eru brotnar. Orðunum er kastað saman í graut eins og þegar verka- maður brýtur niður vegg og kastar grjótinu og mylsnunni úr hon- um saman í hrúgu á jörðina. Hér er sú viðleitni ríkust að gera óskapnað úr hinu skapaða — öfugt við alla framvindu lífsins. Víðfræg er sagan um myndina, sem dómnefndin dæmdi bezta á málverkasýningunni. En þegar farið var að leita að málaranum, kom í Ijós, að hann var krakkasnáði, sem komið hafði kroti sínu inn á sýninguna með brögðum, og þetta meiningarlausa krot snáð- ans var myndin, sem fékk 1. verðlaun. Það fylgir reyndar sögunni, að dómnefndin hafi farið dálítið hjá sér, þegar hún fékk að vita hið sanna um uppruna myndarinnar. Nýlega skeði það á listaverkasýningu í stórborg einni, að hópur aðdáenda safnaðist saman um ,,mynd“ á vegg í einum salnum. Hópurinn hafði um það mörg orð og fögur, hve myndin væri frumleg og táknræn. Leiðsögumaðurinn varð loks að koma til skjalanna og gefa þá skýringu, að þetta væri alls ekki mynd. Það var nefnilega ekki annað en vindspeldi á veggnum! Það er svo sem ekki neitt nýtt fyrirbrigði í sögu mannsandans, að ofmenntun og falsspeki geri menn miður sín, lami skilning og dómgreind. Tökum t. d. háspekingana á miðöldunum. Þeir rétt- lættu hinar fáránlegu kenningar sínar á mjög fræðilegan hátt. Rannsóknarrétturinn, trúarbragðastyrjaldirnar og bannfæringarn- ar voru árangur af blekkingum hinna lærðu. Einræðis- og harð- stjórnarkenningar, sem leiðtogar á ýmsum tímum hafa fjötrað þjóðirnar í — og fjötra enn í dag — eru venjulega verk ákaflega lærðra manna. Fegurstu hugsjónum vorum, svo sem friði, frelsi og jafnrétti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.