Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 15

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 15
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 87 er enn á vorum dögum hampað framan í fólkið af kúgurum þess, 1 svo gersamlega umsnúinni merkingu, að það þjóðskipulag friðar og frelsis, sem þeir eru að boða, reynist í framkvæmd kúgun og kvöl. IVIesta hættan, sem ógnar menningu vorri, er að þetta falska wiat á sígildum hugsjónum mannsandans verði ráðandi hér á Vesturlöndum, fyrir þrotlausan áróður og sefjun. Þess vegna er æSsta skylda þeirra, sem bezt standa að vígi til að hafa áhrif á almenning, rithöfunda, skálda og listamanna, að beita brandi sín- um gegn blekkingunni í samtíð vorri. ★ gLERKUR nokkur danskur, Poul Ulsdal að nafni, var hér á ferð síðastliðið sumar og skrifaði svo, þegar heim kom, um fslenzkt kirkjulíf út frá sínu sjónarmiði. Hann fjargviðraðist í 9feinum sínum um villu vor íslendinga í trúarefnum og hættu- legt frjálslyndi íslenzkrar þjóðkirkju. Sá söngur er oss ekki ókunn- ur áður, og mundi víst enginn hér hafa veitt hon- Ulfaþytur um sérstaka athygli, ef ekki hefði viljað svo til, í andlegum að sjálft Kirkjublaðið tók málið upp á arma sína málum °9 setti otar1 ■ v'ð h'110 hneykslaða klerk í Dan- mörku suður. Af frásögnum að dæma er helzt svo að skilja sem Ulsdal klerk- Ur hafi holað sér inn á íslenzka prestastefnu og haft af hina mestu raun. Því svo illa leizt honum á útleggingu Orðsins þar og víðar, að hann fær ekki orða bundizt. Róttæk, frjálslynd guðfræði, spíritismi og guðspeki eru þær stefnur, sem Ulsdal óar mest í fari íslenzku kirkjunnar. Róttæk, trjálslynd guðfræði er að vísu allóákveðið hugtak. En nokkuð má renna grun í, hvað hann á við, þegar hann talar um frjálslyndar 9uðfræðiskoðanir, sem hann telur fráleitar, þegar þess er minnzt, sem Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri hefur eftir honum í grein, sem Guðmundur ritar í Kirkjublaðið 12. maí þ- á.: Að ráði Guð- ^undar fer Ulsdal að lesa prédikanir Haralds prófessors Níels- sonar, sem hann fordæmir fyrir trúvillu, og finnur þar tilvitnun í kvæði eftir Longfellow. Séra Ulsdal skilur lítið í íslenzku og því ekki tilvitnun Haralds í hina íslenzku þýðingu á kvæðinu. En ^onum er nóg að sjá þarna vitnað í kvæði eftir únítarann Long- fellow. Það nægði honum sem sönnun þess, að Haraldur hefði að- hyllzt fráleitar guðfræðiskoðanir. Annars er það dálítið kyndugt að heyra suma guðfræðinga, og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.