Eimreiðin - 01.04.1952, Síða 19
Fianska alíiœðin og höíundai hennai.
Fyrir 200 árum ...
eftir Þórhall Þorgilsson.
ÍÁriö 1751 kom á prent fyrsta bindiö af Encyclopédie ou Diction-
naire raisonné des Sciences, des Arts et des Métiers (sögu og landa-
frceöi alveg slepptl par une Société de Gens de Lettres, mis en ordre
et publié par M. Diderot et ... M. d’Alembert. Fimmtán árum síöar
voru komin út 17 bindi í arkarbroti og verkimi þar meö lokiö aö
stofninum til. Fyrirtæki þetta markaöi tímamót í menningarsögunni
og veröur jafnan taliö meö hinum œvintýralegustu afrekum á sviði
ritstarfa og prentverks, bera vitni um víöfeöma yfirsýn viöfangs-
efnisins og verkhyggni. Hér verður sagt m. a. frá aödragandanum
aö útgáfu þessari og gangi verksins, sem var býsna skrykkjóttur og
sögulegur á köflum. Einnig frá þeim, sem aö því stóöu. Greinin er
rituö af því tilefni, aö á síöastliönu ári voru réttar tvcer aldir liönar
frá þvi aö fyrsta bindi þessa alfrœöirits kom út. Þ. Þ.]
Það, sem vér köllum alfræði, er nefnt encyclopedia á erlendum
tungum. Enkyklopaideia er grískt orð, merkir fræðslu um alla þá
hluti, sem í kring um oss eru. Grikkir notuðu þetta orð í þrengri
merkingu heldur en nú tíðkast, nefnilega um þá undirstöðufræðslu,
sem veita ætti börnum (paides) og unglingum í öllum þekkingar-
greinum. Hjá þeim var enkyklopaideia kennslubók, sem öllum var
talið nauðsynlegt að læra, sem vildu teljast með menntuðum
mönnum. En nú á tímum er það aftur á móti orðabók- yfir allt,
sem menn vita og kunna, minnisbók og handbók jafnt lærðra
manna sem leikmanna.
I þessari nútímamerkingu var orðið ekki notað fyrr en eftir
miðja 16. öld. Hið fyrsta rit með því nafni var Absolutissima
Kyklopaedea Ringelbergs hins hollenzka, prentuð í Antwerpen
■Í541, en eftir það var þetta heiti tekið upp af ýmsum öðrum sem
nafn á allskonar fræðasyrpum. En titill bóka er oft villandi, og
margar þær, sem hétu alfræði eða encyclopedia, voru það aðeins
nafni og lágu víðs f jarri því hugtaki að efninu til.
Fyrsta ritið, sem vér getum sagt um að hafi verið einskonar
slfræði, var rit Plíníusar eldra, sem hann kallaði einfaldlega