Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 22

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 22
94 FYRIR 200 ÁRUM . . . EIMUEIÐIN Kennari Dantes, Brunetto Latini, hlaut eitt sinn að dvelja lengi í útlegð í suður-Frakklandi. Samdi hann þá mikla fræðasyrpu á próvensku eða suður-frakknesku, þar sem hann lýsir sköpun heimsins og rekur sögu mannkynsins eftir frásögn biblíunnar, og segir allt af létta um leyndardóma vísindanna, stjörnufræði, landa- fræði, náttúrusögu, mælskulist, siðfræði, og klykkir út með nokkr- um mergjuðum ræðustúfum um ófremdarástandið í heimalandi sínu. Það kennir margra grasa í syrpu þessari, og er hún rétt- nefnd alfræði á mælikvarða þeirrar tíðar. Brunetto þótti sjálfum rit sitt frábærlega gott. Hann gefur því nafnið „dýrgripur, fjár- sjóður“. Hann biður Dante þess lengstra orða, þá er þeir hittast í undirheimum, að láta sér annt um syrpu hans: „nel quale i’ vivo ancdra; e piu non chieggio“, — sem ég lifi í áfram; ég bið einskis annars. Ef einhverjum skyldi vaxa í augum fyrirferð og efnismergð sumra þessara fornu alfræðirita, og það væri sannarlega ekkert tiltökumál, þá mundi hann þó fyrst reka í rogastanz, ef hann hefði fyrir framan sig eitthvert af hinum meiriháttar alfræði- ritum Serkja á Spáni eða Araba í Austurlöndum. Tökum sem dæmi vinnuvíkinginn Salani Adalmelek, sem skrifaði alfræði í 1500 — fimmtán hundruð — bókum, og hann vann það allt einn, án nokkurrar aðstoðar. Lítið fer tiltölulega fyrir sumum greinum í þessu ritbákni; þar er um siðfræði á 7 bókum og um sögu á aðeins 5; aftur um læknisfræði á 60 bókum og um hernaðarlist á 90. Megnið af lesmálinu mun þó vera eitthvað í stíl við sögur Sindbaðs, og það ætla ég, að fuglinum Rok sé gert þar hærra undir höfði en páfanum í Róm. Alfræðileg rit í þessum dúr, sem samin voru á miðöldum, eru svo mörg, að hér er engin leið að birta nánari skrá um þau. Þau eru legíó, sem heita töfrandi nöfnum eins og summa, speculum, thesaurus, cyclopaedia, orbis disciplinarum og þar fram eftir göt- unum, og yrði það óskemmtilegt verk að fara að þylja upp hinar latnesku fyrirsagnir þeirra og nöfn höfundanna, sem kepptust um að velja bókum sínum hin glæsilegustu nöfn, enda var um fáar áhrifameiri auglýsingaraðferðir að ræða í þá daga. Nafnið varð að gefa skýrt til kynna, að bókin veitti fræðslu um allt, sem vitað var og vert var að vita. Og þeir, sem þyrsti eftir fróðleik, bitu á krókinn. Þeir tóku við því gagnrýnislaust, sem að þeim var haldið, og jafnaðarlegast bar ekki á óánægju hjá öðrum en keppinautunum. En það var nú í þá daga, þegar allt, sem stóð á prenti, hlaut að vera satt og rétt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.