Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 22
94 FYRIR 200 ÁRUM . . . EIMUEIÐIN Kennari Dantes, Brunetto Latini, hlaut eitt sinn að dvelja lengi í útlegð í suður-Frakklandi. Samdi hann þá mikla fræðasyrpu á próvensku eða suður-frakknesku, þar sem hann lýsir sköpun heimsins og rekur sögu mannkynsins eftir frásögn biblíunnar, og segir allt af létta um leyndardóma vísindanna, stjörnufræði, landa- fræði, náttúrusögu, mælskulist, siðfræði, og klykkir út með nokkr- um mergjuðum ræðustúfum um ófremdarástandið í heimalandi sínu. Það kennir margra grasa í syrpu þessari, og er hún rétt- nefnd alfræði á mælikvarða þeirrar tíðar. Brunetto þótti sjálfum rit sitt frábærlega gott. Hann gefur því nafnið „dýrgripur, fjár- sjóður“. Hann biður Dante þess lengstra orða, þá er þeir hittast í undirheimum, að láta sér annt um syrpu hans: „nel quale i’ vivo ancdra; e piu non chieggio“, — sem ég lifi í áfram; ég bið einskis annars. Ef einhverjum skyldi vaxa í augum fyrirferð og efnismergð sumra þessara fornu alfræðirita, og það væri sannarlega ekkert tiltökumál, þá mundi hann þó fyrst reka í rogastanz, ef hann hefði fyrir framan sig eitthvert af hinum meiriháttar alfræði- ritum Serkja á Spáni eða Araba í Austurlöndum. Tökum sem dæmi vinnuvíkinginn Salani Adalmelek, sem skrifaði alfræði í 1500 — fimmtán hundruð — bókum, og hann vann það allt einn, án nokkurrar aðstoðar. Lítið fer tiltölulega fyrir sumum greinum í þessu ritbákni; þar er um siðfræði á 7 bókum og um sögu á aðeins 5; aftur um læknisfræði á 60 bókum og um hernaðarlist á 90. Megnið af lesmálinu mun þó vera eitthvað í stíl við sögur Sindbaðs, og það ætla ég, að fuglinum Rok sé gert þar hærra undir höfði en páfanum í Róm. Alfræðileg rit í þessum dúr, sem samin voru á miðöldum, eru svo mörg, að hér er engin leið að birta nánari skrá um þau. Þau eru legíó, sem heita töfrandi nöfnum eins og summa, speculum, thesaurus, cyclopaedia, orbis disciplinarum og þar fram eftir göt- unum, og yrði það óskemmtilegt verk að fara að þylja upp hinar latnesku fyrirsagnir þeirra og nöfn höfundanna, sem kepptust um að velja bókum sínum hin glæsilegustu nöfn, enda var um fáar áhrifameiri auglýsingaraðferðir að ræða í þá daga. Nafnið varð að gefa skýrt til kynna, að bókin veitti fræðslu um allt, sem vitað var og vert var að vita. Og þeir, sem þyrsti eftir fróðleik, bitu á krókinn. Þeir tóku við því gagnrýnislaust, sem að þeim var haldið, og jafnaðarlegast bar ekki á óánægju hjá öðrum en keppinautunum. En það var nú í þá daga, þegar allt, sem stóð á prenti, hlaut að vera satt og rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.