Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 32

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 32
104 Ó, ÞÚ ÆSKA! eimreibin gerð lá á hliðinni í skurðinum, hægra megin við veginn. Fram- hluti vagnsins var á kafi í vatni og leðju, en afturhlutinn stóð upp úr, — heldur viðurstyggileg og ömurleg sjón. Sú aftur- hurðin, sem var upp úr leðjunni, stóð opin. Ung kona sat á vegbrúninni og snökti. Andlit hennar bar ótvíræð merki hræðslu, ennþá óskemmtilegra að sjá hana en bílinn, þótt hvort tveggja væri ljótt. — En úti í mýrinni sást maður á harðahlaupum. Hann var kominn all-langt frá slysstaðnum og flýtti sér burtu, allt hvað af tók. Það var skrýtið, fljótt á litið, en hörmulegt, þegar betur var athugað. Því þetta var auðsjáanlega maðurinn, sem hafði ekið útaf, og var nú, — af einhverjum leiðinlegum ástæðum, — að hraða sér burtu frá staðnum, þar sem óhappið hafði viljað til. Flann hélt á einhverju í hendinni, vingsaði því til, það gat verið taska eða poki. Ríkarður gekk þegar til stúlkunnar, tók í öxlina á henni og hristi hana. — Hættu þessum skælum! sagði hann hranalega. Ég varð undrandi á þessu, lá við að ég reiddist kunningja minum, þótt ég gæti átt von á ýmsu frá honum. Stúlkan leit upp. Var nú eins og hún áttaði sig á því, að við vorum komnir. Hún strauk hendinni um ennið og hætti að snökta. Hún var forug á öðrum fætinum og vot, aurslettur á fötum hennar, — vel klædd, falleg stúlka, með perlufesti um hálsinn og þungt gull- armband. Svo leit hún á Rikarð, hvessti á hann stór, brún augu, grimm- úðlega. — Láttu mig í friði, sagði hún, hvað varðar þig um mig? — Mér sýnist þú þurfa aðstoð, sagði Ríkarður og hló við. —■ Varstu ein í þessum bíl, eða eru kannske einhverjir i honum ennþá? — Á ég ekki að koma þér til mannabyggða? Ekki ekur hann þér þessi, — hann benti á manninn, sem óðum fjarlægðist og nálgaðist nú holt eitt, er tók við af mýrinni úti við sjóndeild- arhringinn á sléttunni, — og ekki ekurðu á þessum bíl. — Nei, vertu nú ekki reið, væna mín, ég varð að láta þig sjá mig og fá þig til þess að hætta að skæla! — Skæla? Ég hef ekkert skælt, sagði stúlkan og var nú mild- ari, — en þetta er ekkert spaug. — Nei, síður en svo, sagði Ríkarður. Hvar er skórinn þinn?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.