Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Síða 32

Eimreiðin - 01.04.1952, Síða 32
104 Ó, ÞÚ ÆSKA! eimreibin gerð lá á hliðinni í skurðinum, hægra megin við veginn. Fram- hluti vagnsins var á kafi í vatni og leðju, en afturhlutinn stóð upp úr, — heldur viðurstyggileg og ömurleg sjón. Sú aftur- hurðin, sem var upp úr leðjunni, stóð opin. Ung kona sat á vegbrúninni og snökti. Andlit hennar bar ótvíræð merki hræðslu, ennþá óskemmtilegra að sjá hana en bílinn, þótt hvort tveggja væri ljótt. — En úti í mýrinni sást maður á harðahlaupum. Hann var kominn all-langt frá slysstaðnum og flýtti sér burtu, allt hvað af tók. Það var skrýtið, fljótt á litið, en hörmulegt, þegar betur var athugað. Því þetta var auðsjáanlega maðurinn, sem hafði ekið útaf, og var nú, — af einhverjum leiðinlegum ástæðum, — að hraða sér burtu frá staðnum, þar sem óhappið hafði viljað til. Flann hélt á einhverju í hendinni, vingsaði því til, það gat verið taska eða poki. Ríkarður gekk þegar til stúlkunnar, tók í öxlina á henni og hristi hana. — Hættu þessum skælum! sagði hann hranalega. Ég varð undrandi á þessu, lá við að ég reiddist kunningja minum, þótt ég gæti átt von á ýmsu frá honum. Stúlkan leit upp. Var nú eins og hún áttaði sig á því, að við vorum komnir. Hún strauk hendinni um ennið og hætti að snökta. Hún var forug á öðrum fætinum og vot, aurslettur á fötum hennar, — vel klædd, falleg stúlka, með perlufesti um hálsinn og þungt gull- armband. Svo leit hún á Rikarð, hvessti á hann stór, brún augu, grimm- úðlega. — Láttu mig í friði, sagði hún, hvað varðar þig um mig? — Mér sýnist þú þurfa aðstoð, sagði Ríkarður og hló við. —■ Varstu ein í þessum bíl, eða eru kannske einhverjir i honum ennþá? — Á ég ekki að koma þér til mannabyggða? Ekki ekur hann þér þessi, — hann benti á manninn, sem óðum fjarlægðist og nálgaðist nú holt eitt, er tók við af mýrinni úti við sjóndeild- arhringinn á sléttunni, — og ekki ekurðu á þessum bíl. — Nei, vertu nú ekki reið, væna mín, ég varð að láta þig sjá mig og fá þig til þess að hætta að skæla! — Skæla? Ég hef ekkert skælt, sagði stúlkan og var nú mild- ari, — en þetta er ekkert spaug. — Nei, síður en svo, sagði Ríkarður. Hvar er skórinn þinn?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.