Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 38
Straumar íslands eftir Jón Dúason, ilr. juris. Mér sem fleirum hefur orðið það á að nota orðið landhelgi um það, sem í raun réttri hét og heitir enn straumar, straum- ar íslands eða straumar kon- ungs. Hef ég, hvað þetta snert- ir, í gáleysi fylgt fjöldanum án þess að hafa kannað málið. Vildi ég biðja alla góða menn um að leiðrétta orð min, þar sem ég hef nefnt yfirráðasvæði fslands á hafinu landhelgi, því það heitir að réttu lagi straum- ar og á að heita svo, m. a. vegna þess, að við þurfum á nafninu landhelgi að halda til þess að tákna allt annað, það sem landhelgin merkti upphaflega, það sævarbelti fram með ströndum fslands, þar sem útlendingum var bannað að fiska. Yfirráðasvæði íslands á hafinu hét á fyrri öldum straumar, og svo heitir þetta yfirráðasvæði þess með réttu enn. Það var talað um strauma Islands, en þó oftar um strauma konungs eða strauma Noregs krónu, en svo hét fyrrum króna hins fullvalda íslenzka konungsríkis. Það er rangt að nefna þetta yfirráðasvæði íslands á hafinu landhelgi, en stórum verri er þó sú yfirsjón, sem stungið hefur upp kollinum, en hún er að halda, að straum- ar eða yfirráðasvæði íslands á hafinu nái ekki lengra en land- helgin náði og nær í sinni upprunalegu merkingu, þ. e. að yfu> ráðaréttur íslands á hafinu nái ekki lengra út en „fiskihelgin

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.