Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 44
116
STRAUMAR ÍSLANDS
EIMREIÐIN
línuna, jafnvel um annað eins og arftöku eftir látinn þrænzkan
lögunaut og frænda, og það þótt hann látist á norsku skipi!
Svipað er að segja um Gulaþingslög III, en Grágás Ia 142—-143
setur sæinn fyrir austan mitt haf, = erlendis, svo að t. d. víg,
sem vegið er á íslenzku skipi austan miðhafslínu á að sækja
sem erlendis víg, sóknin að bíða í 3 sumur nema vegandi komi
út fyrr og sækjast með sannaðarmönnum. En ef atburðurinn fer
fram á íslenzku eða erlendu skipi vestan miðhafslínunnar, a
hann að sækjast sem hafandi farið fram innanlands og við búa-
kvið, o. s. frv.
Þarna á miðju hafi eru, samkvæmt þessum elztu lögbókum,
landamæri Islands og norsku þinglaganna. Að austan undir yfir'
ráðarétti Þrændalaga og Gulaþingslaga og síðar landsins Noregs,
er höfðu þarna lögsögu, en vestan miðhafslínunnar var hafið i
Islands lögum og talið í Grágás innanlands.
Þar sem þessum höfundi er kunnugt um, að „landhelgi
(straumar) var til í fornöld, hvers vegna gerir hann ekki grein
fyrir því, í hverju hún var afbrigðileg frá „landhelgi“ nú, þar
sem hún á að vera svo afbrigðileg, að ekki þurfi á hana frekar
að minnast? Og þar sem hann veit og fullyrðir, að þessi „land-
helgi“ skipti engu máli fyrir nútímann, hví færir hann ekki rök
fyrir svo stórfelldri staðhæfingu? Með beinum og berum orðum:
Hví er sjálfum grundvelli „landhelgismálsins“ varpað hér fyrir
borð sem ónýtum hlut og sagt, að hann skipti engu máli?
Nú á tímum greinir menn á um svo að segja allt, sem „land-
helgi“ við kemur, nema það eitt, að „landhelgi“ sé til. íslend-
inga og Þrændi, og síðar Norðmenn, greindi hvorki á um landa-
mæri sín á hafinu né heldur um það, hvers eðlis réttur hvers
þeirra var yfir sínum hluta hafsins. Hann laut að öllu leyti lög'
gjöf, dómsvaldi og framkvæmdavaldi sins þjóðfélags með þeim
hætti, sem þetta var framkvæmt þá. Þetta var framkvæmdm
yfirráðaréttur þá, en einnig svo eftir skilningi vorum nú á þess-
um hugtökum.
Enginn þjóðaréttarfræðingur vorra tíma virðist ganga lengra
en það að segja, að „landhelgin“ sé hluti þjóðarsvæðisins °S
undir yfirráðarétti þjóðfélagsins, eins og höf Islands og Noregs
einmitt voru í elztu sögulegri tíð samkvæmt þeim elztu lögbókum
íslenzkum og norskum, sem til eru nú.