Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 72

Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 72
144 MÁTTUR MANNSANDANS EIMKEIÐIN þeir, sem hafa í frammi svokallaðar svefngöngur og geta þá, auk þess að ganga í svefninum, framkvæmt flóknar athafnir (má stundum segja þeim fyrir um þær), talað, jafnvel beitt ofbeldi og framið glæpi. Þess eru dæmi, að svefngenglar hafi ekki verið gerðir ábyrgir slíkra gerða fyrir rétti. Lögvísindin viðurkenna, að þær geti verið framkvæmdar ósjálfrátt og fyrir áhrif frá öðr- um en svefngenglinum sjálfum. En þessi fyrirbrigði benda þá einnig til þess, að eftir djúpan svefn sé minnisleysið um það, hvað gerzt hafi á svefntímabilinu, aðeins minnisblinda og sanna, að vitundin er engan veginn þurrkuð út í djúpum svefni, heldur er aðeins sambandið rofið við vökuvitundina. Hinsvegar haga venjulegir sofendur, með sina fjötruðu vitund, sér öðruvisi en svefngenglar, enda þótt ekki sé öruggt að álykta, að heilabörkur sofandans hljóti að vera algerlega ónæmur fyrir áhrifum, þó að hreyfitaugar hans séu óvirkar. Margir gleyma öllum sínum draumum, sefja sjálfa sig til minnisblindu. Þó vaknar maður varla svo snögglega af svefni, að ekki muni hann einhver draum- slitur um leið og hann vaknar. En þessi slitur gleymast, nema að skrifa þau hjá sér samstundis og maður vaknar. Það, sem við kunnum að muna af draumum okkar, er aðeins upprifjuð mynd í svefnrofunum, þess, sem dreymt var, en sjálfur draum- urinn gleymist svo að segja undantekningarlaust skömmu eftir að við vöknum. Annað einkenni á draumum er, að skynáhrif þau, sem dreymandinn verður fyrir, hafa ekki eðlilegar verk- anir á svefnvitund hans, heldur brenglast þær og verða að hvik- skynjunum. Dáleiddur maður er að vissu leyti ekki frábrugðinn sofandi manni í öðru en því, að sá fyrrnefndi gerir sér fullkomlega ljóst, að hann er undir áhrifum frá dávaldinum. Að öðru leyti hagar hann sér eins og sofandi maður, sem dreymir. Og dávaldurim1 notar sér þetta til þess að blekkja hann á ýmsan hátt, lætur hann til dæmis éta kerti í þeirri trú, að þau séu bjúgaldin, o. m- fl. Þetta og því um líkt hefur margoft verið sýnt á leiksviði. Á svipaðan hátt getur sofandi maður ímyndað sér í draumi, að hann framkvæmi athafnir, sem hann þó í rauninni ekki fram- kvæmir, af því hann getur ekki breytt ímyndunum sínum 1 hreyfingar. Annað mjög athyglisvert fyrirbrigði er það, hve siðgæðisvitund manna sljóvgast í draumi. í draumi getur maðui
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.