Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 87

Eimreiðin - 01.04.1952, Blaðsíða 87
eimreiðin RITSJÁ 159 Langflestar })ýðingarnar, eða 18 af 31, sem þarna eru birtar, eru gerðar af Magnúsi Á. Árnasyni, listmálara. Aðrir þýðendur eru James Binder (2), Jakobína Johnson (2), Páll Bjarnason (1), Skúli Johnson (2) og "VVatson Kirkconnell (6). Fyrirferðarmest er Sviþjóð að Ijóðaþýðingum í þessari bók, með 116 Us., þá Noregur, með 73 bls., Dan- mörk með 69, Finnland með 41 og loks Island með 22 bls. Þau Vestur-lslendingarnir Jakobína •lohnson og Skúli Johnson eru fyrir löngu kunn orðin af þýðingum sín- unr á islenzkum ljóðum, enda eru sumar þýðingar þeirra þær beztu, sem gerðar hafa verið úr íslenzku á enska tungu. Fyrir all-löngu siðan býddi Skúli „Skuggann" eftir Davíð Stefánsson, og er sú þýðing hans onnur þeirra tveggja eftir hann, sem birtar eru í sýnissafni þessu. En þýð- lng þessi birtist í sýnisbókinni „Ice- landic Lyrics“, sem dr. Richard Beck sá um að velja í og út kom árið 1930. Skuggann hans Daviðs munu flestir Islendingar muna: Sem hjarta Guðs er eg hreinn í kvöld, fagur sem óskir hans og frjáls sem hans völd. Alla vil ég gleðja, fyrir alla þjást. — 1 kvöld er eg skuggi af konu ást. Skúli þýðir þannig: Like God’s own heart I’m pure tonight, Fair as His wishes all And free as His might. Ali men would I gladden, For all would I smart: I’m the shade of the love in A woman’s heart. Annars eru flestir þýðendurnir áð- ur kunnir, svo sem hinn snjalli þýð- andi og tungumálagarpur Watson Kirkconnell, en eftir hann er þarna m. a. þýðing á kvæðinu „Jólakvöld“ eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnar- holti (1879—1939), sem er fyrsti höf- undurinn, er dr. Stefán Einarsson skipar sess með 20. aldar skáldunum. Hefði gjarnan mátt lofa fleirum að fljóta með frá fyrstu áratugum ald- arinnar, svo sem t. d. Guðmundi Frið- jónssyni og Guðmundi Guðmundssyni og jafnvel Einari Benediktssyni. Fyrsta ljóðabók Guðmundar Friðjóns- sonar, „tír heimahögum“, kemur ekki út fyrr en eftir aldamót (1902), og allar ljóðabækur Guðmundar Guð- mundssonar eftir aldamót, nema sú fyrsta, „Ljóðmæli", aldamótaárið. — Allar ljóðabækur Einars Benediktsson- ar koma út eftir aldamót nema sú fyrsta. —- Nokkur kvæði eftir öll þessi þrjú skáld eru til í enskri þýðingu. Þau skáld eru ekki siður 20. aldar menn í íslenzkri ljóðagerð en t. d. Sophus Claussen og Johannes Jörgen- sen í Ijóðagerð Dana, sem báðir eiga þarna ljóð í hinni dönsku deild ljóða- safns þessa. Þessi íslenzk ljóðskáld eru kynnt enskumælandi mönnum með þýðing- um í bók þessari, auk Sigurðar frá Arnarholti: Jóhann Sigurjónsson, Unnur Bjarklind, Jóhann G. Sigurðs- son, með einu kvæði hvert, örn Arn- arson, með þrem kvæðum, Jakob Thorarensen og Stefán frá Hvítadal, með sinu kvæðinu hvor, Þórbergur Þórðarson, Jakob Smári, Davið Ste- fánsson, Jón Magnússon, Jóhannes úr Itötlum, Tómas Guðmundsson, Snorri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.