Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Side 18

Eimreiðin - 01.04.1958, Side 18
90 EIMREIÐIN bænum þar. En þó ætla ég, að það hafi verið annar og eldri torfbær. Við dvöldum heima á Hofstöðum við kaffidrykkju og bolla- leggingar um velferð lands og þjóðar, þar til klukkan var orðin um hálf tólf. Þá héldum við aftur að ánni. Áin hafði ekki vaxið mikið, á meðan við vorum fjartær- andi. En hún var jafnvel enn gruggugri. Við settumst á árbakkann, og Hjálmur fór að segja mér frá föður mínum. Eins og þú manst, var ég stundum hjá ykkur í Stafholtsey- Já, einu sinni var ég ársmaður þar. Ég kom á krossmessu, en það var löngu kominn vetur, þegar saga sú gerðist, er ég nú ætla að segja þér frá. Ég hafði oft heyrt frá því sagt, að faðir þinn ætti þá dular- gáfu, að sjá fyrir atburði, er gerzt höfðu eða voru að gerast langt í burtu. En það var ekki fyrr en á útmánuðum, að ég varð var við það. Dag einn kom maður vestan yfir Hvítá að sækja föður þinn til konu í barnsnauð. Það hefur jafnan verið talin heilög skylda læknis að bregða fljótt við, er svona stóð á. Ég varð þvi undrandi er faðir þinn svaraði sendimanni engu, en fór inn í skrifstofu sína og tók þar meðalapakka og fékk sendimanni með þeim ummælum, að hér væri allt, er ljósmóðurina van- hagaði um til að geta hjálpað konunni. Að svo mæltu kvaddi hann sendimann, og tók það jafnframt fram við hann, að það væri vita þýðingarlaust að læknir kæmi til þessarar konu nú. Sendimaður kunni þessum erindislokum illa, því að hann hafði verið beðinn að sækja lækninn. Bað hann því föður þinn að koma með sér, en hann þverneitaði og fór inn í skrif' stofu sína. Sendimaður bað nú mig að reyna að fá lækninn til að fara með sér. Hafði mér runnið í skap við neitun föður þíns- Barði að dyrum og gekk inn í skrifstofuna. Faðir þinn var þar ekki, og vissi ég þá, að hann hlaut að hafa gengið inn 1 lyfjageymsluna, og opnaði ég því hurðina og gekk inn. Þar sá ég föður þinn önnum kafinn við að raða verkfærum og glösum í ferðatösku sína. Hann varð fyrri til að ávarpa rmg og mælti: Hjálmur, það var gott að þú komst. Leggðu hnakk-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.