Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 19

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 19
EIMREIÐIN 91 inn minn á hann Glám og láttu mig vita, þegar þú ert bú- lnn að því. Ég spurði, hvort hann ætlaði með sendimanninum. En hann þvertók fyrir það. Nú varð ég reiður og sagði, að þetta gæti kostað hann embættið. Hann anzaði því engu. Gekk inn í skrifstofuna, te>k blað og ritföng og skrifaði dálitla stund. Svo fékk hann niér blaðið, sem hann hafði skrifað á, og ítrekaði við mig að ieggja fljótt á Glám. Og nú var rödd hans slík, að ósjálfrátt Varð ég að hlýða. A leiðinni út í hesthúsið las ég það, er hann hafði skrifað. Ég man hvað það var. Það var yfirlýsing um, að hann mundi segja af sér embætti, ef eftirfarandi staðreyndir væru ekki réttar. I fyrsta lagi: Konan fæddi strák klukkan 11 fyrir hádegi. í hðru lagi: Strákurinn var 16 merkur. í þriðja lagi: Yfirsetu- konan gleymdi að biðja um sublímat. Eg varð undrandi, er ég las þetta. Lagði á Glám og teymdi hann heim að dyrum. Fór svo inn og sagði föður þínum, að hesturinn væri til. Ég mætti honum í innra anddyrinu, og Var hann þá að fara í yfirhöfnina. ..Sástu ekki mann koma sunnan eyjuna?“ spurði hann. Ég kvað nei við. „Það var undarlegt," sagði hann. „Við skulum §æta að því.“ Við gengum fram í ytra anddyrið og horfðum í §egnum stóra gluggann, sem veit í suður. Þá sáum við, að Sunnan eyjuna kom maður með þrjá til reiðar og fór ákaf- ^ega. Faðir þinn sagði þá: „Þarna kemur maðurinn, sem ég Hssi að mundi koma. Vertu nú sæll, Hjálmur minn, og Seymdu blaðið, sem ég fékk þér áðan.“ Svo gekk hann niður tluppumar. Steig á bak og reið á móti komumanni. Hjálm minnti, að það hefði verið Þorsteinn Pétursson á Mið-Foss- llm> en hann var oft fenginn til að sækja lækni, ef mikið lavið. Hjálmur sagði ennfremur, að síðar um veturinn hefði 'ann mætt yfirsetukonunni á götu í Borgarnesi. Hún sagði u°num, að konan hefði fætt sveinbarn klukkan 11 daginn, Sem sendimaður kom að Stafholtsey. En það þótti yfirsetu- °nunni undarlegast, að læknirinn hefði sent sublímat. Hún

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.