Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 21

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 21
Tvær sonnettur um ást eftir Jakob Jóh. Smára. firöna^ras Þú komst sem draumsýn með þitt mjúka fang og munarlausan svip um kinn og enni. Þú býður varir þínar, — þótt ég brenni af þrá, mér er ei létt um orð né gang, því við þinn barm ég sárrar sektar kenni. Sœlan var stutt, en tregakvölin löng, og ég, sem vcit, að valdur er ég að henni, vonanna get ei hlýtt á töfra-söng. Þú býður faðminn bljúgt og óttalaust. Ég bið, að tíminn megi standa kyr. Jafn-ólik erum við sem vor og haust. Vandi’ er að svara, þegar lifið spyr. Ef hverfur mér þitt Ijúft og tállaust traust, társtokkinn sit ég einn við luktar dyr. Hve svipur Jtinn — Hve svipur þinn var lieiður, skœr og hreinn, er horfðum við i arinlogans glóð. Og tveggja þögn var ástarsöngur einn. í eilífðanna skugga timinn stóð.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.