Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Side 23

Eimreiðin - 01.04.1958, Side 23
Bros eftir D. H. Lawrence. Hann hafði ákveðið að sitja uppi alla nóttina, svo sem í iðrun. í símskeytinu hafði staðið þetta eitt: „Ophelia hættu- lcga veik.“ Honum fannst það léttúð undir þessum kringum- stæðum að leggjast til hvíldar í svefnvagninum. Hann sat því þreytulegur á svip í fyrsta farrýmisklefa, þegar nóttin féll yfir Frakkland. Auðvitað átti hann að sitja á sængurstokki Opheliu. En Ophelia vildi hann ekki. Þess vegna sat hann uppi í lestinni. Djúpt í iðrum hans var svartur heljar skuggi, eins og bólgu- keppur, fullur af tómu myrkri, sem þrengdi af líffærum hans. Lífið hafði alltaf verið alvarlegt í hans augum. Alvaran yfir- þyrmdi hann nú. Dökkt, fallegt, nauðrakað andlit hans hefði getað táknað Krist á krossinum með þykkar, svartar auga- f*rýnnar hafnar í kvalarblindu. Nóttin í lestinni var eins og Hel. Ekkert var raunverulegt. Lnsku kerlingamar tvær andspænis honum vom dauðar fyrir löngu, kannski höfðu þær meira að segja dáið á undan hon- unr, því að auðvitað var hann dauður sjálfur. Grá og silaleg dagsbrún rann á fjöllin á landamærunum, °g hann horfði á hana ósjáandi augum. En hugur hans endur- tók í sífellu: Er dagur reis í drunga ró með dögg úr nætur sporum, þær luktust hennar brár, hún bjó í bústað fjarri vorum. °g meinlætaandlit hans, óbreytanlegt í kvöl, sýndi engin ^ferki fyrirlitningarinnar, sem hann fann til, jafnvel á sjálf-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.