Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 24

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 24
96 EIMREIÐIN um sér, vegna þessarar fjarstæðu, sem gagnrýni hans dæmdi svo. Hann var kominn til Ítalíu. Hann horfði á landið með óljósri óbeit. Tilfinningar hans voru orðnar sljóar. Hann fann aðeins vott af óbeit, þegar hann sá ólífutrén og hafið. Það var eins og svikinn skáldskapur. Það var aftur komið kvöld, þegar hann bar að heimili Bláu systranna, þar sem Ophelia hafði kjörið sér hæli. Honum var fylgt til stofu abbadísarinnar í höllinni. Hún stóð upp og hneigði honum þegjandi, gaf honum hornauga. Þá sagði hún á frönsku: „Það hryggir mig að segja yður, að hún dó síðdegis í dag-“ Hann stóð agndofa, raunar tilfinningalítill, en starandi i tómið, — þetta fallega, sterka meinlætaandlit. Hóglega lagði abbadísin hvíta, fallega hönd á arm hans og slarði framan í hann, hallaði sér að honum. „Verið hugrakkur,“ sagði hún blíðlega. „Þér ætlið að vera hughraustur, er það ekki?“ Hann færði sig undan. Hann var alltaf hræddur, þegar kona hallaði sér svona að honum. Abbadísin var mjög kven- leg í þessum efnismiklu pilsum. „Já,“ svaraði liann á ensku. „Get ég fengið að sjá hana?“ Abbadísin hringdi bjöllu, og ung systir kom í ljósmál. Hún var fremur föl, en það var einhver einfeldni og kenjar i ljósbrúnum augum hennar. Eldri konan kynnti þau í lágum hljóðum, unga konan hneigði sig lítið eitt með alvörusvip- En Matthías rétti fram höndina, eins og maður grípur síð- asta hálmstráið. Unga nunnan dró hvítar hendurnar úr erm- um sér, og feimnislega smeygði hún annarri í hönd hans, eins og sofandi fugli, hlutlausri. Og upp úr botnlausum undirdjúpum þunglyndis hans skaut þessari hugsun: En hvað þetta er yndisleg hönd! Þau gengu eftir fallegum, en kuldalegum forsal og drápu á dyr. Matthías, sem gekk í fjarlægum dánarheimi, hafði enn- þá veður af hinum fínu, efnismiklu, svörtu pilsum kvenn- anna, sem gengu mjúkum skrefum flögrandi hratt á undan honum. Hann var skelkaður, þegar dyrnar opnuðust og hann sa

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.