Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Side 28

Eimreiðin - 01.04.1958, Side 28
100 EIMREIÐIN þessa daufu háðshrukku í munnvikum Opheliu. Þær horfðu á þetta titrandi af undrun. „Hún hefur séð hannl“ hvíslaði unga systirin titrandi. Abbadísin lagði fíngerða blæjuna varfærnislega yfir kalt andlitið. Síðan tautuðu þær bæn fyrir sál hennar og fóru fingrum um talnabönd sín. Þá setti abbadísin tvö af kertun- um beint á naglana, þar sem þau áttu að vera, stóra kertið greip hún mjúku föstu taki og þrýsti því niður. Dökkleita, sterklega systirin settist aftur niður með litlu bænabókina sína. Hinar tvær héldu til dyra með mjúkum pilsaþyt og út í stóra, hvíta forsalinn. Þarna sigldu þær hægt og hljóðlega í öllum sínum svörtu voðum, eins og svartir svanir synda niður á. Allt í einu hikuðu þær. Báðar höfðu þær komið auga á einstæðings mannveru í þunglamalegum yfirfrakka, sem hangsaði þarna í köldum fjarska í endanum á ganginum. Skyndilega virtist abbadísin gera átak, þannig að svo leit út sem hún hraðaði göngu sinni. Matthías sá þær nálgast, þessar umfangsmiklu verur með földuð höfuð og týndar hendur. Unga systirin rakti slóðina dálítið á eftir. „Afsakið, rnóðirl" sagði hann, eins og hann mætti henni á götu. „Ég gleymdi hattinum mínum einhvers staðar. . • • Hann gerði örvæntingarfulla armsveiflu, broslausastur manna. Andrés Bjömsson þýddi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.