Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 32

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 32
Reytur eftir Einar Kristjánsson. — Ég ætlaði að biðja um einn pakka af Fíl, sagði vinur ininn. Við stóðum hlið við hlið hjá búðarborðinu í Kaupfélags- búðinni. — Hvað kemur til? Þú ert þó ekki farinn að reykja? segi ég undrandi, því að engan mann vissi ég jafn sigurvissan og sjálfumglaðan í siðgæði hófseminnar sem þennan vin minn. í fljótu bragði séð virtist hann lifa mjög venjulegu lífi heiðvirðs borgara, sem ekki kemst í kast við freistingar svo nokkru nemi, eða yfirstígur þær þegjandi og hljóðalaust og stendur sífelldlega traustum fótum djúpt í jarðvegi siðgæðis og viljastyrks, meðan aðrir lifa sem blaktandi strá. En heimurinn þykist sjaldan hafa mikið að virða við þess háttar fólk, og það má teljast tilgangslítið fyrir einn eða annan að þykjast af svo hversdagslegu siðferðiþreki, enda var slíkt fjarri vini mínum. Aldrei vissi ég hann stæra sig af sannleiksást, orðheldni, ráðvendni eða öðrum þeim borgaralegu dyggðum, sem sjálf- sagðastar þykja. Aftur á móti gat hann ekki stillt sig um að ræða alloft uW tóbaksnautn og staðfestu sína gagnvart þeirri freistingu. — Tóbak, sagði hann, — þetta er í rauninni ekki annað en eitur og óþverri. Það er ófyrirgefanlegt ístöðuleysi og siðferði- legur vesaldómur að venja sig á tóbaksnautn. Ég skil ekki það fólk, sem lætur þennan óhroða freista sín. Það má þ° kallast lágkúruleg nautnaþrá. Og lítilsvirðing hans á þessari freistingu átti sér svo djúpar rætur, að hann gat ekki stillt sig um að leika sér að henni, já — hann hreinlega lék sér að henni eins og köttur að mús- — Einn — eða segjum tvo pakka af Fíl og einn eldspýtna-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.