Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Side 34

Eimreiðin - 01.04.1958, Side 34
106 EIMREIÐIN — Ég er raunar við og við að fikta við tóbak, en það er nú í svo smáum stíl, að það gerir mér ekkert til. Ég er að þessu mest til gamans og svo til þess að sanna mér og öðrum, að það er vandalaust að stilla í hóf, ef maður hefur ráð á einhverjum manndómi. Hefurðu ekki gaman af að reyna nýja pípu, sem ég komst yfir hér á dögunum? Alltaf finnst mér dá- lítið fyrirmannlegt að handleika pípu, enda læt ég það eftir mér, við hátíðleg tækifæri. Að svo mæltu náði hann í aðra pípu handa sér, troðfyllti hana af þrælsterku tóbaki, kveikti í með hofmannlegu lát- bragði og blés síðan kófþykkum reykjarmekki allt í kringum sig. Það kom stundum fyrir að ég mætti vini mínum á förnum vegi, án þess hann gengi með pípu eða vindling í munnvik- inu, en þá var segin saga, að hann vék sér að mér og sagði kumpánlega: — Heyrðu, vinur. Það vill ekki svo vel til, að þú getir gefið mér einn reyk, ellegar þá í nefið? Það er nú svona, að mig langar stundum hálfvegis í tóbak í einhverri mynd, þó að ég sé náttúrlega enginn tóbaksmaður, eins og þú veizt manna bezt. Oftast gat ég orðið honum að liði, þegar svona stóð á, þvl að ég hefi aldrei getað hælt mér af því að vera hófsmaður á tóbak, þó að ef til vill væri ég í rauninni smátækari en vinur minn í þessum efnum, þegar allt kom til alls. Það leyndi sér ekki, að hann fór sífellt djarflegar í sakimar- Hann komst yfir heljarstóra neftóbakspontu, gerða af nauts- liomi, og þegar hann tók sér nefdrátt úr þessari ógnarlegu gnýpu, náði röstin frá úlnlið og fram á hnúa. Mestan hluta fúlgunnar saug hann upp í nasimar með feiknlegum sogum, en afgangurinn frussaðist út í loftið eða hrundi niður um hann allan og settist í hverja fellingu á fötunum hans, eða lagði í skafla á gólfinu við fætur hans. Þá var líka skrotóbaksrullan oftast við höndina, og vinur minn var hreint ekki neitt krimtulegur, þegar hann var að stinga upp í sig svona eins og tveggja þumlunga bút, sem hann síðan sleit frá við jaxlana. — Mér finnst alltaf eitthvað þjóðlegt og hressilegt við þa^

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.