Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 40
Hátíðir dauða o£ lífs á vori
eftir Guðmund Sveinsson.
Ekkert hefur orkað sterkar á mennina en dauðinn, nema
ef vera skyldi ástin, sem er fyrsta einkenni lífs.
Frægur herkonungur horfði yfir sveit hraustra og þrótt-
mikilla æskumanna. Hann grét. Honum varð til þess hugsað,
að innan hundrað ára var öll þessi fríða fylking horfin undir
mold. — Rómverjar létu þræl hrópa í eyra sigurvegarans, er
hélt innreið í höfuðborgina og mætti fagnaðarópum fjöld-
ans. Þrællinn hrópaði: Minnztu þess að þú átt að deyja. —
Lífið ber allt hverfleikanum vitni. — Ekki er því að undra
að hugur hafi beinzt að dauðanum og þó meir að lífi í dauða.
Hver er hlutur lífs er jarðvist lýkur? Elzta svar er: Lífið varir
eilíflega í ætt og sögu. Það nægði ei til lengdar. Hugmyndin
um laun og refsing annars heims varð næsta svar. Enn urðu
skil, er dualisminn tvíhyggjan kom til sögunnar. Líf er tvennu
tengt: líkama og sál. Annað er forgengilegt, hitt ekki. Líf
í dauða er frábrugðið jarðlífi. Það er gjöf að ofan. Það birt-
ist, fæðist í frelsun, afturhvarfi, umturnan sálar, nýrri sköp-
un í vitund mannsins. Þessi trú var túlkuð í svo nefndum
launhelgum og við þær kennd. í vissum skilningi má einmg
telja kristnina launhelgatrú. — Samtíma launhelgatrú var dul-
trúin, mystik. Hún gerir engan greinarmun: Jarðlíf er brot
eilífðar, í hug er ómælisdjúp, sem speglar alheim, — þar er
líf, sem aldrei deyr. —
Lífið sjálft er ekki síður gáta. Lengi hefur verið við hana
glímt, en hún verður aldrei ráðin. Er það virðingarleysi að játa
rökþrot manna? „Maðurinn er skuggi draums,“ segir Pindar,
gríska skáldið. Það var eitt sinn talið viturlegast svar við
spum um líf. „Sem tómur skuggi gengur maðurinn um, þeir
gera háreysti um hégómann einan.“ Sú var lífsskoðun Prédik-
arans. — Lífið er harmur. Þá túlkun austursins þekkja allh-
Hún er okkur heldur ekki fjarri. Á Vesturlöndum hefur líf'