Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 43

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 43
EIMREIÐIN 115 dóms. Trjábolurinn var sveipaður líkblæjum og þakinn sveig- um bláfjóla. Blóð Attisar var talið fá fjólunum lit. — Næsta dag var blásið í lúðra og hátíð boðuð öllum lýð. Þriðji dagur Var nefndur Blóðdagur. Prestar vöktu sér blóð og báru fram sem fóm. Var þá stíginn dauðadans og harmurinn hamslaus. ^egar nótt féll yfir, breyttist sorg í fögnuð. Skyndilega skein jjós í myrkri. Gröf var opnuð og áhorfendur litu upprisu guðs- ins. Prestur snart varir hinna harmandi og hvíslaði gleðiboð- skapinn. Fagnaðaróp kváðu við. Með morgni, jafndægri á vori hófst sjálf lífshátíðin, Hilaria. Bönd öll brustu, venjuleg lög giltu ekki. Gleðin ein átti að ríkja. Hátíðin stóð enn tvo daga og lauk með því að blómum var stráð yfir musteri og tfannhaf. Menning Grikkja og Rómverja leið skipbrot. Kristnin rót- festist á Vesturlöndum, fyrst trú alþýðu, síðan alþjóðar. K-fistni skóp nýja dauða- og lífshátíð, dimbilviku og páska. iJndir ægihjálmi kirkju og kristni vakti endurminning fornra hátíða, varðveitt í þjóðtrú og siðum. Lengi hélzt sú venja í Evrópulöndum, að vorkomu skyldi lagna i..eð tvennu: bera dauðann úr byggð, bera lífið eða Sumarið í bæ. Mynd var dauðanum gerð, ferleg mjög. Var hún sumstaðar rennd, en ösku dreift á akra. Annars staðar var haldið í skrúðgöngu til vatns og myndinni sökkt í djúp. — Enn var algengt, að böm báru kistur um götur, veifuðu greinum og sungu: „Vel er, að dauðinn er til vatns borinn.“ — Þá þótti ’eillavænlegt að grafa mynd dauðans undir eikitré. Þegar °kið var greftrinum, skyldu allir hlaupa í ofboði, hver til Slns heima. Máttu allir gæta sín að hrasa eigi, því að fall boð- aði feigð. Líf og sumar skyldi borið í bæ. Unglingar leituðu í skóg eLir sólsetur. Þeir hjuggu ungt tré, er bar græna krónu og fagra. Tréð var þakið blæjum litríkum og borið til byggðar ^aeð fögnuði.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.