Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 47
Á ferð um Fjallabaksve^i
eftir Sturlu Friðriksson.
Það var klukkan sex að morgni hins 13. júlí, að átta manna
l'ópur ók frá Reykjavík austur að Ásum í Hreppum, en það-
an átti að hefja ferðalag um Fjallabaksvegi. Hafði Ágúst
Þóndi Sveinsson, sem okkur var áður kunnur af öræfaferðum,
rekið saman hrossin, sem hafa átti til ferðarinnar. Og stóðu
þau nú á hlaðinu hjá honum. Voru þar margir góðir gæð-
mgar og hinir traustustu ferðahestar. Hittum við í þeirra
hópi kunningja, sem höfðu áður borið okkur um hálendi
landsins. Hnakkar og klifsöðlar voru teknir fram, og síðan
tekið til óspilltra málanna að binda tjöld og svefnpoka sam-
an í bagga, en matvælum og öðrum farangri hafði verið komið
fyrir í töskum. Hugað var að gjörðum og taumar treystir,
°g ef til vill löguð skeifa, sem aflaga þótti fara. Þegar síðasta
hönd hafði verið lögð á að koma farangrinum fyrir, þáðum
v'ð góðgerðir á Ásum, lögðum á klárana og riðum eins og
leið liggur niður að Þjórsárholti, en þar er gamall ferjustað-
nr yfir Þjórsá á Hrosshyl. Þarna er nú orðið fáferðugt, og
leggur þar nú aðeins einn og einn ferðamaður leið sína yfir.
Áður var þama lögferja og þjóðbraut, og hafði þá ferjumað-
Urinn ærinn starfa, einkum um lestir og við fjárflutninga á
haustin. Á þessum ferjustað er áin allbreið, og liggur þungur
strengur austan til. Sund er því langt og erfitt og undanburð-
nr nokkur. Landtaka er þarna einnig slæm vegna hraun-
§rýtis, því að áin fellur þar um hin fomu Þjórsárhraun, sem
eiga upptök sín í gígnum fyrir norðan Tungnaá og ná niður
a^t Suðurlandsundirlendið, allt til sjávar. Niður með ánni
hggur uppblástursgeiri. Þar er hraunið örfoka, og standa
hraunskerin úfin og ber upp úr svörtum sandinum. Eigi að
Sl’ður leynist þarna ýmis fáséður gróður. Og spölkom frá
vörinni vestan árinnar vefja sig gulblóma fuglaertur um