Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 49

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 49
EIMREIÐIN 121 Séð inn Hvanngil. Það var hrollur í hrossunum, þegar yfir kom. Var því riðið 8Teitt meðfram Skarðsfjalli allt að Skarði á Landi. Þar bætt- lst í hópinn Kristinn Guðnason, hreppstjóri, en hann er ^nanna kunnugastur á Landmannaafrétt og hefur áður oft farið að fjallabaki. Eftir volkið í ánni um daginn voru bæði hestar og menn fegnir hvíld og hressingu á Skarði, og það voru ekki fá matarfötin, sem Sigríður húsfreyja bar fyrir °kkur hungraða ferðalanga þann daginn, enda létum við okk- ar ekki eftir liggja við þessa síðustu máltíð í byggð. Frá Skarði var nú háldið eins og leið liggur upp með Ytri- ^-angá, fram hjá eyðibýlinu Merkihvoli og upp Rjúpnavelli. I austri gnæfði Hekla hulin skýjahjúp hið efra, en með kol- svarta, gróðurlausa hrauntauma um rætur frá síðasta gosi. Á vinstri hlið blasti Búrfell við himin. Tígulegur útvörður hyggðarinnar að norðan og bústaður trölla. í suðurhlíðum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.